Konur væla – karlar deyja O. Lilja Birgisdóttir iðjuþjálfi skrifar 9. mars 2013 06:00 Þessu kastaði Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, fram á forvarnarráðstefnu VÍS og VER og vekur vissulega til umhugsunar. Hér var verið að ræða um jafnrétti í vinnunni út frá vinnuslysaskráningu. Búum við við jafnrétti í vinnunni? Launatölur sýna vissulega annað en hvað um aðbúnað? Vinnuumhverfið, eins og það er hannað í dag, er að mörgu leyti hannað út frá karlmönnum og svokölluðum mannmælingum karla (anthropometry). Persónuhlífar eru oftar en ekki hannaðar út frá þörfum karla. Mögulega er þetta afleiðing þess að konur voru heimavinnandi og karlarnir fyrirvinnur. Ein leiðin til að skoða vinnuumhverfið og áhrif þess er að nota vinnuslysatölur eins og Kristinn Tómasson vísaði í á ráðstefnunni. Samkvæmt lögum nr. 46/1980 og grein 34. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um tilkynningar vinnuslysa „skal atvinnurekandi án ástæðulausrar tafar tilkynna Vinnueftirlitinu um öll slys þar sem starfsmaður deyr eða verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk slysdagsins...“ Skráð orsök slysa er oftast högg, fall, skurðir og stungur.Raunhæf mynd? Slysatölurnar sýna okkur að ungir, ófaglærðir karlmenn eru þeir sem oftast slasa sig. Engu að síður er stoðkerfisvandi einn af stærstu áhrifaþáttunum þegar skoðaðar eru fjarvistir frá vinnu. Þetta speglast ekki í skráningu vinnuslysa hjá Vinnueftirlitinu. Þá má velta því upp hvort slysaskráning gefi raunhæfa mynd af aðbúnaði til vinnu ef við erum ekki að skrá stoðkerfisvanda sem vinnuslys. Vinnuslysatölur frá Norðurlöndunum, og þá sérstaklega Danmörku, sýna að konur eru í meirihluta hvað varðar stoðkerfisvandamál. Til þess að fá raunverulega mynd af vinnuumhverfinu og áhrifum þess á heilsu og öryggi þarf að skrá öll slys og atvik sem leiða til óvinnufærni. Á þann hátt er hægt að rannsaka og bæta vinnuumhverfið þannig að rétt mynd fáist og jafnrétti skapist hvað varðar vinnuaðbúnað. Erfitt er að meta áhrifavalda stoðkerfisvandamála en þó eru ýmsar rannsóknir sem sýna fram á þætti sem hafa bein áhrif. Má þar nefna einhæf vinnubrögð, afkáralegar vinnustellingar, lyftur og burð. Þessa þætti er hægt að greina strax við áhættumat starfa og gera úrbætur til að koma í veg fyrir óþarfa álag við vinnu. Við sjáum enn kynjaskiptingu í störfum, karlastörf og konustörf. Karlar í bygginga- og vélavinnu, konur í umönnunar- og færibandavinnu. Við getum velt því fyrir okkur hvort þetta sé rétt. Mikilvægast er þó að jafnréttis sé gætt bæði hvað varðar laun, öryggi og heilbrigði. Það er óásættanlegt að ungir, ófaglærðir karlmenn séu að slasa sig við vinnu og jafnvel deyi. Það er líka óásættanlegt að konur slíti sér út við vinnu en enginn taki eftir því og kalli það jafnvel væl. Verum vakandi og skráum öll atvik og slys þannig að hægt sé að berjast fyrir bættum aðbúnaði til vinnu fyrir alla. Hönnum vinnuumhverfið út frá mismunandi þörfum og hugum vel að þörfum beggja kynja þannig að allir komist heilir heim, bæði líkamlega og andlega. Vel hannað vinnuumhverfi tekur tillit til aldurs, kyns og uppruna. Benda má á ráðstefnu tengda efninu sem haldin verður í sumar á vegum Vinnuvistfræðifélags Íslands (Vinnís): Ergonomics for Equality, en hægt er að nálgast nánari upplýsingar á www.nes2013.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessu kastaði Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, fram á forvarnarráðstefnu VÍS og VER og vekur vissulega til umhugsunar. Hér var verið að ræða um jafnrétti í vinnunni út frá vinnuslysaskráningu. Búum við við jafnrétti í vinnunni? Launatölur sýna vissulega annað en hvað um aðbúnað? Vinnuumhverfið, eins og það er hannað í dag, er að mörgu leyti hannað út frá karlmönnum og svokölluðum mannmælingum karla (anthropometry). Persónuhlífar eru oftar en ekki hannaðar út frá þörfum karla. Mögulega er þetta afleiðing þess að konur voru heimavinnandi og karlarnir fyrirvinnur. Ein leiðin til að skoða vinnuumhverfið og áhrif þess er að nota vinnuslysatölur eins og Kristinn Tómasson vísaði í á ráðstefnunni. Samkvæmt lögum nr. 46/1980 og grein 34. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um tilkynningar vinnuslysa „skal atvinnurekandi án ástæðulausrar tafar tilkynna Vinnueftirlitinu um öll slys þar sem starfsmaður deyr eða verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk slysdagsins...“ Skráð orsök slysa er oftast högg, fall, skurðir og stungur.Raunhæf mynd? Slysatölurnar sýna okkur að ungir, ófaglærðir karlmenn eru þeir sem oftast slasa sig. Engu að síður er stoðkerfisvandi einn af stærstu áhrifaþáttunum þegar skoðaðar eru fjarvistir frá vinnu. Þetta speglast ekki í skráningu vinnuslysa hjá Vinnueftirlitinu. Þá má velta því upp hvort slysaskráning gefi raunhæfa mynd af aðbúnaði til vinnu ef við erum ekki að skrá stoðkerfisvanda sem vinnuslys. Vinnuslysatölur frá Norðurlöndunum, og þá sérstaklega Danmörku, sýna að konur eru í meirihluta hvað varðar stoðkerfisvandamál. Til þess að fá raunverulega mynd af vinnuumhverfinu og áhrifum þess á heilsu og öryggi þarf að skrá öll slys og atvik sem leiða til óvinnufærni. Á þann hátt er hægt að rannsaka og bæta vinnuumhverfið þannig að rétt mynd fáist og jafnrétti skapist hvað varðar vinnuaðbúnað. Erfitt er að meta áhrifavalda stoðkerfisvandamála en þó eru ýmsar rannsóknir sem sýna fram á þætti sem hafa bein áhrif. Má þar nefna einhæf vinnubrögð, afkáralegar vinnustellingar, lyftur og burð. Þessa þætti er hægt að greina strax við áhættumat starfa og gera úrbætur til að koma í veg fyrir óþarfa álag við vinnu. Við sjáum enn kynjaskiptingu í störfum, karlastörf og konustörf. Karlar í bygginga- og vélavinnu, konur í umönnunar- og færibandavinnu. Við getum velt því fyrir okkur hvort þetta sé rétt. Mikilvægast er þó að jafnréttis sé gætt bæði hvað varðar laun, öryggi og heilbrigði. Það er óásættanlegt að ungir, ófaglærðir karlmenn séu að slasa sig við vinnu og jafnvel deyi. Það er líka óásættanlegt að konur slíti sér út við vinnu en enginn taki eftir því og kalli það jafnvel væl. Verum vakandi og skráum öll atvik og slys þannig að hægt sé að berjast fyrir bættum aðbúnaði til vinnu fyrir alla. Hönnum vinnuumhverfið út frá mismunandi þörfum og hugum vel að þörfum beggja kynja þannig að allir komist heilir heim, bæði líkamlega og andlega. Vel hannað vinnuumhverfi tekur tillit til aldurs, kyns og uppruna. Benda má á ráðstefnu tengda efninu sem haldin verður í sumar á vegum Vinnuvistfræðifélags Íslands (Vinnís): Ergonomics for Equality, en hægt er að nálgast nánari upplýsingar á www.nes2013.is.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar