Í mál við Eir vegna innlyksa sparifjár Stígur Helgason skrifar 7. mars 2013 06:00 Mikill styr Hjúkrunarheimilið Eir hefur verið í brennidepli frá því fyrir jól vegna fjárhagsvændraða þess. Fréttablaðið/pjetur Maður og kona sem eiga inni tugi milljóna hjá hjúkrunarheimilinu Eir telja kröfuhöfum hafa verið mismunað. Eir greiddi niður lán á meðan fólk sem átti inni búseturéttargreiðslur fékk ekkert. 11 manns eiga þegar að hafa fengið 200 milljónir. Lögmaður tveggja einstaklinga sem hafa höfðað mál á hendur hjúkrunarheimilinu Eir telur að kröfuhöfum Eirar hafi verið mismunað þegar hjúkrunarheimilið gerði upp við aðra lánardrottna á sama tíma og búseturéttarhafar sem höfðu skilað lyklum sínum voru látnir hanga í lausu lofti mánuðum saman og fengu að lokum ekkert greitt. „Mér finnst óeðlilegt að menn greiði háar fjárhæðir í afborganir af lánum en greiði ekki þeim einstaklingum sem höfðu skilað og lagt allt sitt sparifé í þessar íbúðir. Þetta fólk fór þarna í góðri trú og fullkomnu trausti til að kaupa sér skjól í ellinni, og það endar með þessum hætti,“ segir lögmaðurinn, Sigríður Kristinsdóttir. Eins og segir frá á forsíðu blaðsins er önnur manneskjan sem hefur höfðað mál hálfáttræð kona sem nær varla endum saman af því að hún þarf að borga háa leigu á öðru hjúkrunarheimili en hefur hins vegar ekki aðgang að sparifénu sínu, sem er bundið hjá Eir. Hins vegar er um að ræða erfingja fyrrverandi íbúa sem þegar hefur greitt erfðafjárskatt af peningunum sem hann hefur ekkert séð af. Alls eru ellefu manns í sambærilegri stöðu; eiga inni fé hjá Eir þrátt fyrir að lyklum að íbúðunum hafi verið skilað fyrir löngu. Heildarkrafa þeirra nemur um 200 milljónum króna. Þar af eru kröfur fólksins sem hefur höfðað mál einna stærstar og hlaupa sem áður segir samtals á tugum milljóna. Þessar 200 milljónir eru lítill hluti af heildarskuldum Eirar, sem nema alls um átta milljörðum króna. Þessum ellefu einstaklingum var í fyrradag boðið að fá afhent skuldabréf í stað greiðslunnar. Þeim sem enn búa á Eir var kynnt sams konar tillaga fyrir síðustu helgi. Hún felur í sér að í stað peningagreiðslu þegar fólk flytji út fái það afhent skuldabréf til 25 ára, að frádregnum þeim árum sem fólk myndi búa í íbúðunum til viðbótar. „Nú erum við bara að skoða það tilboð og óska eftir gögnum frá Eir til þess að geta tekið afstöðu til þess hvort það sé hagkvæmt að taka því eða að hafna því og Eir fari þá bara í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða þrot,“ segir Sigríður. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Maður og kona sem eiga inni tugi milljóna hjá hjúkrunarheimilinu Eir telja kröfuhöfum hafa verið mismunað. Eir greiddi niður lán á meðan fólk sem átti inni búseturéttargreiðslur fékk ekkert. 11 manns eiga þegar að hafa fengið 200 milljónir. Lögmaður tveggja einstaklinga sem hafa höfðað mál á hendur hjúkrunarheimilinu Eir telur að kröfuhöfum Eirar hafi verið mismunað þegar hjúkrunarheimilið gerði upp við aðra lánardrottna á sama tíma og búseturéttarhafar sem höfðu skilað lyklum sínum voru látnir hanga í lausu lofti mánuðum saman og fengu að lokum ekkert greitt. „Mér finnst óeðlilegt að menn greiði háar fjárhæðir í afborganir af lánum en greiði ekki þeim einstaklingum sem höfðu skilað og lagt allt sitt sparifé í þessar íbúðir. Þetta fólk fór þarna í góðri trú og fullkomnu trausti til að kaupa sér skjól í ellinni, og það endar með þessum hætti,“ segir lögmaðurinn, Sigríður Kristinsdóttir. Eins og segir frá á forsíðu blaðsins er önnur manneskjan sem hefur höfðað mál hálfáttræð kona sem nær varla endum saman af því að hún þarf að borga háa leigu á öðru hjúkrunarheimili en hefur hins vegar ekki aðgang að sparifénu sínu, sem er bundið hjá Eir. Hins vegar er um að ræða erfingja fyrrverandi íbúa sem þegar hefur greitt erfðafjárskatt af peningunum sem hann hefur ekkert séð af. Alls eru ellefu manns í sambærilegri stöðu; eiga inni fé hjá Eir þrátt fyrir að lyklum að íbúðunum hafi verið skilað fyrir löngu. Heildarkrafa þeirra nemur um 200 milljónum króna. Þar af eru kröfur fólksins sem hefur höfðað mál einna stærstar og hlaupa sem áður segir samtals á tugum milljóna. Þessar 200 milljónir eru lítill hluti af heildarskuldum Eirar, sem nema alls um átta milljörðum króna. Þessum ellefu einstaklingum var í fyrradag boðið að fá afhent skuldabréf í stað greiðslunnar. Þeim sem enn búa á Eir var kynnt sams konar tillaga fyrir síðustu helgi. Hún felur í sér að í stað peningagreiðslu þegar fólk flytji út fái það afhent skuldabréf til 25 ára, að frádregnum þeim árum sem fólk myndi búa í íbúðunum til viðbótar. „Nú erum við bara að skoða það tilboð og óska eftir gögnum frá Eir til þess að geta tekið afstöðu til þess hvort það sé hagkvæmt að taka því eða að hafna því og Eir fari þá bara í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða þrot,“ segir Sigríður.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira