Gömul saga og ný (Saga af lífeyrissjóði) Inga Sigrún Atladóttir skrifar 1. mars 2013 06:00 Árið 2003 voru nokkrir skólafélagar og fjölskylduvinir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði Austurlands. Stuttu eftir aldamótin síðustu fóru fréttir að berast af því að stjórnarmennirnir hefðu alls ekki hugað nógu vel að því almannafé sem þeim var treyst fyrir. Fréttir af hugsanlegu fjármálabraski fór eins og eldur í sinu yfir allt Austurland og mörgum var illa brugðið. Opinberlega byrjaði sagan 10. apríl 2003 með því að nokkrir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu sjóðinn og kröfðust rannsóknar á lánveitingum til ýmissa aðila. Árið 2001 hafði sjóðurinn þurft að afskrifa 270 milljónir króna vegna gjaldfallinna lána og annarra viðskipta við verðbréfafyrirtækið Burnham International, sem varð gjaldþrota, og Guðmund Franklín Jónsson verðbréfasala. Einnig voru afskrifaðar ríflega 800 milljónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Í kæru sjóðsfélaga var óskað eftir rannsókn á störfum framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins, á kaupum á hlutabréfum sem gerð voru án vitundar stjórnar og vegna ófullnægjandi endurskoðunar. Vegna þessa máls þurfti Lífeyrissjóður Austurlands að skerða réttindi sjóðfélaga um 5,4%. Í litlu samfélagi logaði allt stafnanna á milli. Hvernig gátu menn í lífeyrissjóðum leyft sér annað eins? Hvar voru eftirlitsaðilarnir? Hver ber ábyrgð? Hvers vegna gæta stjórnvöld landsins ekki að því að sparnaður Austfirðinga sé öruggur? Þáverandi stjórnarformaður barðist erfiðri baráttu um að fá málið upplýst. Hann vildi ekki eiga yfir höfði sér óskilgreindar fyrndar sakir. Hann vildi umræðu um hver ábyrgð Kaupþings, sem hafði séð um gjörningana fyrir hönd lífeyrissjóðsins, væri. Hann vildi kanna hvernig málum væri háttað í öðrum lífeyrissjóðum. Hann þekkti starfsemi lífeyrissjóða landsmanna og vildi að kerfið yrði tekið til endurskoðunar þannig að hægt væri að snúa af þeirri braut sem byrjað var að feta. Málið var aldrei klárað, að hluta til var það fyrnt og að öðrum hluta að mestu látið niður falla. Eftir stóð að í umræðunni og minningunni fór eitthvað fram í Lífeyrissjóði Austurlands sem ekki átti að geta átt sér stað í siðaðra manna samfélagi. Sagan hefur sýntað æfingarnar sem voru stundaðar í Lífeyrissjóði Austurlands voru regla frekar en undantekning. Hefðu hlutirnir farið á annan veg hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir annað og meira tjón. Ef málið hefði verið rannsakað ofan í kjölinn og ábyrgð manna skýrð, eins og stjórnarformaðurinn lagði alla tíð megináherslu á, væri landið hugsanlega í annarri stöðu í dag. En það er eitt af því sem við fáum aldrei að vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2003 voru nokkrir skólafélagar og fjölskylduvinir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði Austurlands. Stuttu eftir aldamótin síðustu fóru fréttir að berast af því að stjórnarmennirnir hefðu alls ekki hugað nógu vel að því almannafé sem þeim var treyst fyrir. Fréttir af hugsanlegu fjármálabraski fór eins og eldur í sinu yfir allt Austurland og mörgum var illa brugðið. Opinberlega byrjaði sagan 10. apríl 2003 með því að nokkrir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu sjóðinn og kröfðust rannsóknar á lánveitingum til ýmissa aðila. Árið 2001 hafði sjóðurinn þurft að afskrifa 270 milljónir króna vegna gjaldfallinna lána og annarra viðskipta við verðbréfafyrirtækið Burnham International, sem varð gjaldþrota, og Guðmund Franklín Jónsson verðbréfasala. Einnig voru afskrifaðar ríflega 800 milljónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Í kæru sjóðsfélaga var óskað eftir rannsókn á störfum framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins, á kaupum á hlutabréfum sem gerð voru án vitundar stjórnar og vegna ófullnægjandi endurskoðunar. Vegna þessa máls þurfti Lífeyrissjóður Austurlands að skerða réttindi sjóðfélaga um 5,4%. Í litlu samfélagi logaði allt stafnanna á milli. Hvernig gátu menn í lífeyrissjóðum leyft sér annað eins? Hvar voru eftirlitsaðilarnir? Hver ber ábyrgð? Hvers vegna gæta stjórnvöld landsins ekki að því að sparnaður Austfirðinga sé öruggur? Þáverandi stjórnarformaður barðist erfiðri baráttu um að fá málið upplýst. Hann vildi ekki eiga yfir höfði sér óskilgreindar fyrndar sakir. Hann vildi umræðu um hver ábyrgð Kaupþings, sem hafði séð um gjörningana fyrir hönd lífeyrissjóðsins, væri. Hann vildi kanna hvernig málum væri háttað í öðrum lífeyrissjóðum. Hann þekkti starfsemi lífeyrissjóða landsmanna og vildi að kerfið yrði tekið til endurskoðunar þannig að hægt væri að snúa af þeirri braut sem byrjað var að feta. Málið var aldrei klárað, að hluta til var það fyrnt og að öðrum hluta að mestu látið niður falla. Eftir stóð að í umræðunni og minningunni fór eitthvað fram í Lífeyrissjóði Austurlands sem ekki átti að geta átt sér stað í siðaðra manna samfélagi. Sagan hefur sýntað æfingarnar sem voru stundaðar í Lífeyrissjóði Austurlands voru regla frekar en undantekning. Hefðu hlutirnir farið á annan veg hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir annað og meira tjón. Ef málið hefði verið rannsakað ofan í kjölinn og ábyrgð manna skýrð, eins og stjórnarformaðurinn lagði alla tíð megináherslu á, væri landið hugsanlega í annarri stöðu í dag. En það er eitt af því sem við fáum aldrei að vita.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar