Fræðsla barna er ekki málið Sæunn Kjartansdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Hugmyndin um að fræðsla geti varið börn fyrir kynferðisbrotamönnum er orðin býsna viðurkennd. Hún gengur út á að upplýsa börn frá unga aldri um rétt sinn til að setja mörk svo að þau geti betur staðið gegn kynferðislegri misnotkun. Hljómar vel, ekki satt? Því miður eru ofbeldismál erfiðari viðfangs en svo, ekki síst kynferðisbrotamál. Ástæða þess að börn verða fyrir kynferðisofbeldi er ekki að þau skorti vit til að segja nei eða verja sig með öðrum hætti. Ástæðan, eins og í öllum ofbeldismálum, er að þau eru borin ofurliði. Aflsmunurinn er ekki aðeins líkamlegur heldur einnig vitsmuna- og tilfinningalegur. Þegar börn verða fyrir lævíslegri tælingu verða þau ringluð og upplifa sig hæglega samsek. Oft átta þau sig ekki á hvað gerst hefur fyrr en allt er um garð gengið. Við þurfum að hugsa til enda þýðingu þess að ætla börnum að setja kynferðisbrotamönnum mörk. Hvað ef þeim tekst það ekki? Hvað ef þau segja ekki að þetta sé bannað? Er þetta þá þeim að kenna? Ég óttast að það sé niðurstaða sem mörg þeirra sitja uppi með.Nístandi sektarkennd Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein algengasta og erfiðasta afleiðing kynferðisofbeldis er djúpstæð og nístandi sektarkennd þolenda. Þetta á við um fullorðna en þetta á enn þá frekar við um ung börn. Þau hafa engar forsendur til að sjá við blekkingum fullorðinna og hafa auk þess afar óraunhæfar hugmyndir um eigin mátt og getu. Því eru þau berskjölduð fyrir sektarkennd sem enginn fótur er fyrir en getur engu að síður kvalið þau ævina á enda. Hvað er þá til ráða? Besta vörn gegn því að börn verði fyrir ofbeldi er að þau eigi örugg tengsl við foreldra eða aðra fullorðna sem þau geta treyst. Flest vildum að til væru einfaldari lausnir en hjá því verður ekki komist að fullorðið fólk beri ábyrgð á að gæta öryggis barna. Það þarf að hlusta á börn, veita líðan þeirra athygli og taka þau alvarlega. Barn sem býr við slíkt atlæti veit hvar mörk liggja og hvenær er farið yfir þau vegna þess að það lærir markasetningu í samskiptum við þá sem annast það. Þar með er ekki tryggt að barnið geti varið sig fyrir ofbeldi. Það er hins vegar mun líklegra til að segja frá og fá hjálp við hæfi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn búa við fáskiptni og vanrækslu og eru misyndismönnum auðveld bráð. Það er alvarlegur og aðkallandi vandi en hann verður aðeins leystur með samstilltum aðgerðum foreldra, fagfólks, stjórnvalda og allra þeirra sem láta sig hag barna varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um að fræðsla geti varið börn fyrir kynferðisbrotamönnum er orðin býsna viðurkennd. Hún gengur út á að upplýsa börn frá unga aldri um rétt sinn til að setja mörk svo að þau geti betur staðið gegn kynferðislegri misnotkun. Hljómar vel, ekki satt? Því miður eru ofbeldismál erfiðari viðfangs en svo, ekki síst kynferðisbrotamál. Ástæða þess að börn verða fyrir kynferðisofbeldi er ekki að þau skorti vit til að segja nei eða verja sig með öðrum hætti. Ástæðan, eins og í öllum ofbeldismálum, er að þau eru borin ofurliði. Aflsmunurinn er ekki aðeins líkamlegur heldur einnig vitsmuna- og tilfinningalegur. Þegar börn verða fyrir lævíslegri tælingu verða þau ringluð og upplifa sig hæglega samsek. Oft átta þau sig ekki á hvað gerst hefur fyrr en allt er um garð gengið. Við þurfum að hugsa til enda þýðingu þess að ætla börnum að setja kynferðisbrotamönnum mörk. Hvað ef þeim tekst það ekki? Hvað ef þau segja ekki að þetta sé bannað? Er þetta þá þeim að kenna? Ég óttast að það sé niðurstaða sem mörg þeirra sitja uppi með.Nístandi sektarkennd Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein algengasta og erfiðasta afleiðing kynferðisofbeldis er djúpstæð og nístandi sektarkennd þolenda. Þetta á við um fullorðna en þetta á enn þá frekar við um ung börn. Þau hafa engar forsendur til að sjá við blekkingum fullorðinna og hafa auk þess afar óraunhæfar hugmyndir um eigin mátt og getu. Því eru þau berskjölduð fyrir sektarkennd sem enginn fótur er fyrir en getur engu að síður kvalið þau ævina á enda. Hvað er þá til ráða? Besta vörn gegn því að börn verði fyrir ofbeldi er að þau eigi örugg tengsl við foreldra eða aðra fullorðna sem þau geta treyst. Flest vildum að til væru einfaldari lausnir en hjá því verður ekki komist að fullorðið fólk beri ábyrgð á að gæta öryggis barna. Það þarf að hlusta á börn, veita líðan þeirra athygli og taka þau alvarlega. Barn sem býr við slíkt atlæti veit hvar mörk liggja og hvenær er farið yfir þau vegna þess að það lærir markasetningu í samskiptum við þá sem annast það. Þar með er ekki tryggt að barnið geti varið sig fyrir ofbeldi. Það er hins vegar mun líklegra til að segja frá og fá hjálp við hæfi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn búa við fáskiptni og vanrækslu og eru misyndismönnum auðveld bráð. Það er alvarlegur og aðkallandi vandi en hann verður aðeins leystur með samstilltum aðgerðum foreldra, fagfólks, stjórnvalda og allra þeirra sem láta sig hag barna varða.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun