Fræðsla barna er ekki málið Sæunn Kjartansdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Hugmyndin um að fræðsla geti varið börn fyrir kynferðisbrotamönnum er orðin býsna viðurkennd. Hún gengur út á að upplýsa börn frá unga aldri um rétt sinn til að setja mörk svo að þau geti betur staðið gegn kynferðislegri misnotkun. Hljómar vel, ekki satt? Því miður eru ofbeldismál erfiðari viðfangs en svo, ekki síst kynferðisbrotamál. Ástæða þess að börn verða fyrir kynferðisofbeldi er ekki að þau skorti vit til að segja nei eða verja sig með öðrum hætti. Ástæðan, eins og í öllum ofbeldismálum, er að þau eru borin ofurliði. Aflsmunurinn er ekki aðeins líkamlegur heldur einnig vitsmuna- og tilfinningalegur. Þegar börn verða fyrir lævíslegri tælingu verða þau ringluð og upplifa sig hæglega samsek. Oft átta þau sig ekki á hvað gerst hefur fyrr en allt er um garð gengið. Við þurfum að hugsa til enda þýðingu þess að ætla börnum að setja kynferðisbrotamönnum mörk. Hvað ef þeim tekst það ekki? Hvað ef þau segja ekki að þetta sé bannað? Er þetta þá þeim að kenna? Ég óttast að það sé niðurstaða sem mörg þeirra sitja uppi með.Nístandi sektarkennd Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein algengasta og erfiðasta afleiðing kynferðisofbeldis er djúpstæð og nístandi sektarkennd þolenda. Þetta á við um fullorðna en þetta á enn þá frekar við um ung börn. Þau hafa engar forsendur til að sjá við blekkingum fullorðinna og hafa auk þess afar óraunhæfar hugmyndir um eigin mátt og getu. Því eru þau berskjölduð fyrir sektarkennd sem enginn fótur er fyrir en getur engu að síður kvalið þau ævina á enda. Hvað er þá til ráða? Besta vörn gegn því að börn verði fyrir ofbeldi er að þau eigi örugg tengsl við foreldra eða aðra fullorðna sem þau geta treyst. Flest vildum að til væru einfaldari lausnir en hjá því verður ekki komist að fullorðið fólk beri ábyrgð á að gæta öryggis barna. Það þarf að hlusta á börn, veita líðan þeirra athygli og taka þau alvarlega. Barn sem býr við slíkt atlæti veit hvar mörk liggja og hvenær er farið yfir þau vegna þess að það lærir markasetningu í samskiptum við þá sem annast það. Þar með er ekki tryggt að barnið geti varið sig fyrir ofbeldi. Það er hins vegar mun líklegra til að segja frá og fá hjálp við hæfi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn búa við fáskiptni og vanrækslu og eru misyndismönnum auðveld bráð. Það er alvarlegur og aðkallandi vandi en hann verður aðeins leystur með samstilltum aðgerðum foreldra, fagfólks, stjórnvalda og allra þeirra sem láta sig hag barna varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hugmyndin um að fræðsla geti varið börn fyrir kynferðisbrotamönnum er orðin býsna viðurkennd. Hún gengur út á að upplýsa börn frá unga aldri um rétt sinn til að setja mörk svo að þau geti betur staðið gegn kynferðislegri misnotkun. Hljómar vel, ekki satt? Því miður eru ofbeldismál erfiðari viðfangs en svo, ekki síst kynferðisbrotamál. Ástæða þess að börn verða fyrir kynferðisofbeldi er ekki að þau skorti vit til að segja nei eða verja sig með öðrum hætti. Ástæðan, eins og í öllum ofbeldismálum, er að þau eru borin ofurliði. Aflsmunurinn er ekki aðeins líkamlegur heldur einnig vitsmuna- og tilfinningalegur. Þegar börn verða fyrir lævíslegri tælingu verða þau ringluð og upplifa sig hæglega samsek. Oft átta þau sig ekki á hvað gerst hefur fyrr en allt er um garð gengið. Við þurfum að hugsa til enda þýðingu þess að ætla börnum að setja kynferðisbrotamönnum mörk. Hvað ef þeim tekst það ekki? Hvað ef þau segja ekki að þetta sé bannað? Er þetta þá þeim að kenna? Ég óttast að það sé niðurstaða sem mörg þeirra sitja uppi með.Nístandi sektarkennd Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein algengasta og erfiðasta afleiðing kynferðisofbeldis er djúpstæð og nístandi sektarkennd þolenda. Þetta á við um fullorðna en þetta á enn þá frekar við um ung börn. Þau hafa engar forsendur til að sjá við blekkingum fullorðinna og hafa auk þess afar óraunhæfar hugmyndir um eigin mátt og getu. Því eru þau berskjölduð fyrir sektarkennd sem enginn fótur er fyrir en getur engu að síður kvalið þau ævina á enda. Hvað er þá til ráða? Besta vörn gegn því að börn verði fyrir ofbeldi er að þau eigi örugg tengsl við foreldra eða aðra fullorðna sem þau geta treyst. Flest vildum að til væru einfaldari lausnir en hjá því verður ekki komist að fullorðið fólk beri ábyrgð á að gæta öryggis barna. Það þarf að hlusta á börn, veita líðan þeirra athygli og taka þau alvarlega. Barn sem býr við slíkt atlæti veit hvar mörk liggja og hvenær er farið yfir þau vegna þess að það lærir markasetningu í samskiptum við þá sem annast það. Þar með er ekki tryggt að barnið geti varið sig fyrir ofbeldi. Það er hins vegar mun líklegra til að segja frá og fá hjálp við hæfi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn búa við fáskiptni og vanrækslu og eru misyndismönnum auðveld bráð. Það er alvarlegur og aðkallandi vandi en hann verður aðeins leystur með samstilltum aðgerðum foreldra, fagfólks, stjórnvalda og allra þeirra sem láta sig hag barna varða.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun