9 prósenta sátt Ingólfur Harri Hermannsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Í hátt í 70 ár hafa stjórnmálaflokkar reynt að ná sátt um nýja stjórnarskrá. Þeir hafa jafnvel náð að gera nokkrar breytingar í sátt og nokkrar aðrar í bullandi ósátt en að stærstum hluta er stjórnkerfið óbreytt frá stofnun lýðveldisins, þrátt fyrir ótal stjórnarskrárnefndir, vegna þess að flokkarnir hafa aldrei getað komið sér saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá hefur boðið okkur upp á vinaráðningar í æðstu embætti, óskýrt hlutverk forsetans, upplýsingalög sem hafa leynd sem meginreglu, misvægi atkvæða og þjóðþing sem er rúið trausti. Þess vegna var gerð krafa um nýja stjórnarskrá eftir hrunið. Þessa kröfu tóku allir flokkar undir í kosningunum 2009 og eftir kosningar náðu þeir sátt um að setja ferli stjórnarskrárbreytinga af stað. Ferlið byrjaði með því að þúsund Íslendingar komu saman og ræddu um hvað þeir vildu sjá í nýrri stjórnarskrá. Á meðal niðurstaðna var að náttúruauðlindir ættu að vera í þjóðareign, að bjóða ætti upp á persónukjör og að jafna ætti vægi atkvæða.Öllum boðin þátttaka Síðan tók Stjórnlagaráðið við boltanum. Það tók bæði það sem kom frá Þjóðfundinum og það sem komið hafði frá öllum þeim stjórnarskrárnefndum sem hafa starfað frá lýðveldisstofnun. En það sem var einstakt við vinnubrögð Stjórnlagaráðs var að öllum Íslendingum var boðið að taka þátt í ferlinu. Um leið og tillögur komu fram gat almenningur rætt þær og komið með athugasemdir og ábendingar. Ráðsmenn tóku virkan þátt í umræðunum og tóku tillit til þeirra athugasemda sem fram komu. Þetta er nokkuð sem bæði erlendir fjölmiðlar og erlendir fræðimenn hafa hrósað ráðinu sérstaklega fyrir. Ráðið afgreiddi síðan tillögur að nýrri stjórnarskrá í algjörri sátt. Það náðist hins vegar ekki sátt um það á þinginu að þjóðin fengi að kjósa um tillögurnar samhliða forsetakosningum sl. sumar og tryggja þannig góða þátttöku. Það þykir nefnilega gott ef það næst þriðjungs kosningaþátttaka í þannig sérkosningum og margir bjuggust ekki við nema fjórðungs þátttöku.Skrifuð fyrir þjóðina En þjóðin sýndi að stjórnarskráin skiptir hana máli. Helmingur kjósenda mætti á kjörstað og yfirgnæfandi meirihluti samþykkti nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs. Enn fleiri samþykktu að beita ætti persónukjöri í meira mæli. Tveir þriðju hlutar vildu jafnt vægi atkvæða og heil 84% vildu að náttúruauðlindir yrðu í þjóðareign. Þetta mundu flestir segja að væri nokkuð góð sátt. En sáttin nær ekki inn á Alþingi. Þar þrátta flokkarnir og krefjast þess að reynt verði að ná sátt á meðal stærstu stjórnmálaflokkanna. Stjórnmálaprófessor af hægri vængnum bætir því við að stjórnarskrárbreytingar þyrfti helst að samþykkja með tveimur þriðjuhlutum þingmanna svo sátt sé tryggð á þingi sem 9% þjóðarinnar bera traust til. En stjórnarskráin er ekki skrifuð fyrir þingið og þaðan af síður fyrir flokkana. Hún er fyrir okkur hin, þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í hátt í 70 ár hafa stjórnmálaflokkar reynt að ná sátt um nýja stjórnarskrá. Þeir hafa jafnvel náð að gera nokkrar breytingar í sátt og nokkrar aðrar í bullandi ósátt en að stærstum hluta er stjórnkerfið óbreytt frá stofnun lýðveldisins, þrátt fyrir ótal stjórnarskrárnefndir, vegna þess að flokkarnir hafa aldrei getað komið sér saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá hefur boðið okkur upp á vinaráðningar í æðstu embætti, óskýrt hlutverk forsetans, upplýsingalög sem hafa leynd sem meginreglu, misvægi atkvæða og þjóðþing sem er rúið trausti. Þess vegna var gerð krafa um nýja stjórnarskrá eftir hrunið. Þessa kröfu tóku allir flokkar undir í kosningunum 2009 og eftir kosningar náðu þeir sátt um að setja ferli stjórnarskrárbreytinga af stað. Ferlið byrjaði með því að þúsund Íslendingar komu saman og ræddu um hvað þeir vildu sjá í nýrri stjórnarskrá. Á meðal niðurstaðna var að náttúruauðlindir ættu að vera í þjóðareign, að bjóða ætti upp á persónukjör og að jafna ætti vægi atkvæða.Öllum boðin þátttaka Síðan tók Stjórnlagaráðið við boltanum. Það tók bæði það sem kom frá Þjóðfundinum og það sem komið hafði frá öllum þeim stjórnarskrárnefndum sem hafa starfað frá lýðveldisstofnun. En það sem var einstakt við vinnubrögð Stjórnlagaráðs var að öllum Íslendingum var boðið að taka þátt í ferlinu. Um leið og tillögur komu fram gat almenningur rætt þær og komið með athugasemdir og ábendingar. Ráðsmenn tóku virkan þátt í umræðunum og tóku tillit til þeirra athugasemda sem fram komu. Þetta er nokkuð sem bæði erlendir fjölmiðlar og erlendir fræðimenn hafa hrósað ráðinu sérstaklega fyrir. Ráðið afgreiddi síðan tillögur að nýrri stjórnarskrá í algjörri sátt. Það náðist hins vegar ekki sátt um það á þinginu að þjóðin fengi að kjósa um tillögurnar samhliða forsetakosningum sl. sumar og tryggja þannig góða þátttöku. Það þykir nefnilega gott ef það næst þriðjungs kosningaþátttaka í þannig sérkosningum og margir bjuggust ekki við nema fjórðungs þátttöku.Skrifuð fyrir þjóðina En þjóðin sýndi að stjórnarskráin skiptir hana máli. Helmingur kjósenda mætti á kjörstað og yfirgnæfandi meirihluti samþykkti nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs. Enn fleiri samþykktu að beita ætti persónukjöri í meira mæli. Tveir þriðju hlutar vildu jafnt vægi atkvæða og heil 84% vildu að náttúruauðlindir yrðu í þjóðareign. Þetta mundu flestir segja að væri nokkuð góð sátt. En sáttin nær ekki inn á Alþingi. Þar þrátta flokkarnir og krefjast þess að reynt verði að ná sátt á meðal stærstu stjórnmálaflokkanna. Stjórnmálaprófessor af hægri vængnum bætir því við að stjórnarskrárbreytingar þyrfti helst að samþykkja með tveimur þriðjuhlutum þingmanna svo sátt sé tryggð á þingi sem 9% þjóðarinnar bera traust til. En stjórnarskráin er ekki skrifuð fyrir þingið og þaðan af síður fyrir flokkana. Hún er fyrir okkur hin, þjóðina.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun