Ferðafrelsi og náttúruvernd Björn Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Við landnám N-Ameríku fóru evrópskir landnemar sem logi yfir akur á leið sinni vestur. Hugtakið náttúruvernd var lítt þekkt og hart var gengið fram gagnvart náttúru landsins. Sem dæmi má nefna vísundaveiðar þar sem milljónum dýra var slátrað svo lá við útrýmingu. Þó kviknaði ljós hjá fáeinum framsýnum mönnum og Yellowstone-þjóðgarðurinn var stofnaður 1872. John Muir stofnaði 20 árum síðar náttúruverndarsamtökin Sierra Club í Kaliforníu, sem börðust fyrir náttúruvernd og stofnun fleiri þjóðgarða. Bílaöld gekk í garð og vegir voru lagðir að þjóðgörðum og um þá. Fljótlega varð ljóst að nauðsynlegt var að takmarka bílaumferð um verndarsvæðin. Síðan er liðin meira en hálf öld. Á Íslandi er hins vegar enn margt fólk sem skilur ekki þessa hugsun. Ég heimsótti nýlega tvo þjóðgarða á vesturströnd Bandaríkjanna, Mt. Rainier-þjóðgarðinn (stofnaður 1899) og North Cascades-þjóðgarðinn (st. 1968). Sá síðarnefndi byggir mjög á hugmyndafræði Johns Muir. Þeir sem vilja skoða þjóðgarðinn almennilega verða að leggja land undir fót og fara annaðhvort í dagsgöngur eða taka með sér göngutjald. Í bílalandinu mikla þar sem frelsi einstaklingsins er í hávegum haft í stjórnarskránni þykir það orðið sjálfsagt að vernda stór landsvæði fyrir vélknúnum farartækjum.Gera ekki kröfur Áratugum saman hef ég stundað gönguferðir úti í náttúrunni á Íslandi, í Sviss, Austurríki, Frakklandi, á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Göngurnar sem ég fór í í North Cascades-þjóðgarðinum í Washington-fylki eru einhverjar þær mögnuðustu sem ég hef upplifað. Þarna er stórkostleg náttúrufegurð og kynngimagnaðar óbyggðir lausar við vélknúin farartæki. Íbúar fylkisins eru stoltir af náttúru þess og gera ekki kröfu til þess að allir komist á alla staði á bíl. Gönguferðir í óbyggðum eru lífsstíll margra þarna og öflug sjálfboðaliðasamtök halda við frábærum göngustígum. Evrópa er hins vegar orðin svo þéttbýl að þar eru varla til nein ósnortin víðerni og víst er að Evrópubúar gæfu mikið fyrir að eiga slík svæði í dag. Hér á landi skortir hins vegar marga skilning á gildi ósnortinna óbyggða og víðerna. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Skv. frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum er ætlunin að „taka til" í vega- og slóðakerfi landsins. Á Íslandi eru margir vegslóðar sem myndast hafa í áranna rás án alls skipulags og án tillits til náttúruverndar. Sumum þeirra þyrfti að loka.Frelsið vandmeðfarið En þá kemur fram hópur manna og hrópar hátt um skert ferðafrelsi. Já, frelsið er dýrmætt, en það er vandmeðfarið og getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína. Við búum við mörg lög sem takmarka frelsi okkar að ýmsu leyti og það er nauðsynlegt. Ekki dugar alltaf að treysta á skynsemi fólks. Sú afstaða að allir eigi rétt á að komast á alla staði á vélknúnu farartæki er löngu úrelt. Samtök áhugafólks um ferðafrelsi birtu auglýsingu þar sem því er haldið fram að stangveiðimaður sem „ekur upp með á að veiðistað" sé að brjóta lög ef nýju náttúruverndarlögin verða samþykkt. Sjálfur er ég veiðimaður og hef engar áhyggjur af því að ég verði sektaður fyrir að aka veiðivegina meðfram veiðiánum sem ég veiði í. Ég tel að hér sé verið að mála skrattann á vegginn. Leiðarljós umræddra samtaka virðist ímyndaður heilagur réttur eða jafnræðisregla sem kveður á um að allir eigi að komast á alla staði á vélknúnu farartæki. Menn bera því við að ekki geti allir gengið langar vegalengdir og nefna öryrkja, aldraða og börn. Ég dreg í efa að 4x4 menn hafi uppi þennan málflutning af umhyggjusemi við ofangreinda hópa. Hafa menn hugsað þessa hugsun til enda? Eigum við þá að malbika veg upp að Svartafossi í Skaftafellsþjóðgarði? Og inn í Morsárdal? Og Kristínartindahringinn? Upp á tind Herðubreiðar? Um Hornstrandafriðlandið? Eigum við kannski að malbika allt landið? Já, ég vil hafa frelsi til að ferðast um landið og njóta útivistar í íslenskri náttúru. Sums staðar verður það best gert í friði fyrir vélknúnum farartækjum. Þá leggur maður bílnum og reimar á sig gönguskóna. „Wildness is a necessity," sagði John Muir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við landnám N-Ameríku fóru evrópskir landnemar sem logi yfir akur á leið sinni vestur. Hugtakið náttúruvernd var lítt þekkt og hart var gengið fram gagnvart náttúru landsins. Sem dæmi má nefna vísundaveiðar þar sem milljónum dýra var slátrað svo lá við útrýmingu. Þó kviknaði ljós hjá fáeinum framsýnum mönnum og Yellowstone-þjóðgarðurinn var stofnaður 1872. John Muir stofnaði 20 árum síðar náttúruverndarsamtökin Sierra Club í Kaliforníu, sem börðust fyrir náttúruvernd og stofnun fleiri þjóðgarða. Bílaöld gekk í garð og vegir voru lagðir að þjóðgörðum og um þá. Fljótlega varð ljóst að nauðsynlegt var að takmarka bílaumferð um verndarsvæðin. Síðan er liðin meira en hálf öld. Á Íslandi er hins vegar enn margt fólk sem skilur ekki þessa hugsun. Ég heimsótti nýlega tvo þjóðgarða á vesturströnd Bandaríkjanna, Mt. Rainier-þjóðgarðinn (stofnaður 1899) og North Cascades-þjóðgarðinn (st. 1968). Sá síðarnefndi byggir mjög á hugmyndafræði Johns Muir. Þeir sem vilja skoða þjóðgarðinn almennilega verða að leggja land undir fót og fara annaðhvort í dagsgöngur eða taka með sér göngutjald. Í bílalandinu mikla þar sem frelsi einstaklingsins er í hávegum haft í stjórnarskránni þykir það orðið sjálfsagt að vernda stór landsvæði fyrir vélknúnum farartækjum.Gera ekki kröfur Áratugum saman hef ég stundað gönguferðir úti í náttúrunni á Íslandi, í Sviss, Austurríki, Frakklandi, á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Göngurnar sem ég fór í í North Cascades-þjóðgarðinum í Washington-fylki eru einhverjar þær mögnuðustu sem ég hef upplifað. Þarna er stórkostleg náttúrufegurð og kynngimagnaðar óbyggðir lausar við vélknúin farartæki. Íbúar fylkisins eru stoltir af náttúru þess og gera ekki kröfu til þess að allir komist á alla staði á bíl. Gönguferðir í óbyggðum eru lífsstíll margra þarna og öflug sjálfboðaliðasamtök halda við frábærum göngustígum. Evrópa er hins vegar orðin svo þéttbýl að þar eru varla til nein ósnortin víðerni og víst er að Evrópubúar gæfu mikið fyrir að eiga slík svæði í dag. Hér á landi skortir hins vegar marga skilning á gildi ósnortinna óbyggða og víðerna. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Skv. frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum er ætlunin að „taka til" í vega- og slóðakerfi landsins. Á Íslandi eru margir vegslóðar sem myndast hafa í áranna rás án alls skipulags og án tillits til náttúruverndar. Sumum þeirra þyrfti að loka.Frelsið vandmeðfarið En þá kemur fram hópur manna og hrópar hátt um skert ferðafrelsi. Já, frelsið er dýrmætt, en það er vandmeðfarið og getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína. Við búum við mörg lög sem takmarka frelsi okkar að ýmsu leyti og það er nauðsynlegt. Ekki dugar alltaf að treysta á skynsemi fólks. Sú afstaða að allir eigi rétt á að komast á alla staði á vélknúnu farartæki er löngu úrelt. Samtök áhugafólks um ferðafrelsi birtu auglýsingu þar sem því er haldið fram að stangveiðimaður sem „ekur upp með á að veiðistað" sé að brjóta lög ef nýju náttúruverndarlögin verða samþykkt. Sjálfur er ég veiðimaður og hef engar áhyggjur af því að ég verði sektaður fyrir að aka veiðivegina meðfram veiðiánum sem ég veiði í. Ég tel að hér sé verið að mála skrattann á vegginn. Leiðarljós umræddra samtaka virðist ímyndaður heilagur réttur eða jafnræðisregla sem kveður á um að allir eigi að komast á alla staði á vélknúnu farartæki. Menn bera því við að ekki geti allir gengið langar vegalengdir og nefna öryrkja, aldraða og börn. Ég dreg í efa að 4x4 menn hafi uppi þennan málflutning af umhyggjusemi við ofangreinda hópa. Hafa menn hugsað þessa hugsun til enda? Eigum við þá að malbika veg upp að Svartafossi í Skaftafellsþjóðgarði? Og inn í Morsárdal? Og Kristínartindahringinn? Upp á tind Herðubreiðar? Um Hornstrandafriðlandið? Eigum við kannski að malbika allt landið? Já, ég vil hafa frelsi til að ferðast um landið og njóta útivistar í íslenskri náttúru. Sums staðar verður það best gert í friði fyrir vélknúnum farartækjum. Þá leggur maður bílnum og reimar á sig gönguskóna. „Wildness is a necessity," sagði John Muir.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar