112 er barnanúmerið Steinunn Bergmann skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Börn eru frá fæðingu háð umönnun foreldra sinna og hafa gæði umönnunarinnar úrslitaáhrif á velferð barna og fullorðinslíf þeirra. Þó allir foreldrar vilji reynast barni sínu vel eru ýmsir álagsþættir sem hafa áhrif á foreldrahæfni þeirra, bæði ytri og innri þættir eins og fjárhagsvandi, veikindi og skortur á stuðningi. Þessir þættir spila oft saman, sem eykur álagið enn frekar og hefur umhverfið þannig veruleg áhrif á það hvernig til tekst. Afríska máltækið „það þarf heilt þorp til að ala upp barn" á vel við en vanræksla, ofbeldi og áhættuhegðun barna eru þættir sem tengjast innbyrðis. Því er mikið í húfi að stofnanir samfélagsins séu á varðbergi í því skyni að skima fyrir áhættuþáttum. Fjölskyldur sem háðar eru opinberri aðstoð verða oftar fyrir íhlutun barnaverndaryfirvalda en aðrar fjölskyldur og því hefur stefnumótun stjórnvalda og almennar aðgerðir bein áhrif á stöðu barna. Stuðningur til foreldra þarf að miða að því að koma í veg fyrir vanrækslu og ofbeldi og þurfa öll svið samfélagsins að taka þátt í því. Vanræksla og ofbeldi fyrstu æviárin hefur áhrif á lífsgæði barna og fullorðinslíf en það er hlutverk barnaverndaryfirvalda að bregðast við tilkynningum um vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum og beita stuðningsaðgerðum eftir því sem við á.Tilkynningaskylda Barnaverndarnefndir sveitarfélaga hafa það hlutverk að taka á móti tilkynningum um misfellur í aðbúnaði barna. Til að tryggja að barnaverndarnefndum berist upplýsingar frá þeim sem vita um raunverulegar aðstæður barna hefur tilkynningaskylda verið lögfest í barnaverndarlögum. Helstu atriði sem tilkynnt er um varða grun eða vissu um vanrækslu, ofbeldi gagnvart barni eða að barn stefni heilsu sinni og þroska í hættu. Einnig er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu. Það er algengt að ofbeldi innan fjölskyldu sé þaggað niður en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla undanfarin misseri um kynferðisbrot gegn börnum hafa fjölmörg mál komið upp á yfirborðið. Þegar barn segist hafa verið beitt ofbeldi er rétt að tilkynna til barnaverndarnefndar en ekki lögreglu. Það er síðan barnaverndarnefndar að meta það hvort málinu er vísað áfram til lögreglurannsóknar. Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart barni.Neyðarlínan Neyðarlínan – 112 – tekur á móti tilkynningum samkvæmt umboði frá barnaverndarnefndum landsins. Barnaverndarstofa hafði frumkvæði að samstarfinu árið 2003 en markmiðið er að hægt verði að hafa samband við allar barnaverndarnefndir landsins gegnum 112 á öllum tímum sólarhringsins og auðvelda þannig almenningi að rækja lagaskyldur sínar um að tilkynna til barnaverndarnefnda. Þegar neyðarvörður hefur móttekið tilkynningu skráir hann helstu upplýsingar og kemur þeim til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef talið er að barn geti verið í hættu er barnaverndarstarfsmaður tafarlaust kallaður út. Í tilvikum þar sem aðstæður barnsins eru ekki eins brýnar er upplýsingum komið áfram til barnaverndarnefndar í upphafi næsta vinnudags. Í tengslum við 112-daginn er vert að vekja athygli á tilkynningaskyldunni og upplýsa almenning um það hvert er hægt að leita þegar velferð barns er í húfi. Í því skyni hefur verið útbúið veggspjald til að dreifa í leik- og grunnskóla, heilsugæslu og á aðra þá staði sem veita þjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru frá fæðingu háð umönnun foreldra sinna og hafa gæði umönnunarinnar úrslitaáhrif á velferð barna og fullorðinslíf þeirra. Þó allir foreldrar vilji reynast barni sínu vel eru ýmsir álagsþættir sem hafa áhrif á foreldrahæfni þeirra, bæði ytri og innri þættir eins og fjárhagsvandi, veikindi og skortur á stuðningi. Þessir þættir spila oft saman, sem eykur álagið enn frekar og hefur umhverfið þannig veruleg áhrif á það hvernig til tekst. Afríska máltækið „það þarf heilt þorp til að ala upp barn" á vel við en vanræksla, ofbeldi og áhættuhegðun barna eru þættir sem tengjast innbyrðis. Því er mikið í húfi að stofnanir samfélagsins séu á varðbergi í því skyni að skima fyrir áhættuþáttum. Fjölskyldur sem háðar eru opinberri aðstoð verða oftar fyrir íhlutun barnaverndaryfirvalda en aðrar fjölskyldur og því hefur stefnumótun stjórnvalda og almennar aðgerðir bein áhrif á stöðu barna. Stuðningur til foreldra þarf að miða að því að koma í veg fyrir vanrækslu og ofbeldi og þurfa öll svið samfélagsins að taka þátt í því. Vanræksla og ofbeldi fyrstu æviárin hefur áhrif á lífsgæði barna og fullorðinslíf en það er hlutverk barnaverndaryfirvalda að bregðast við tilkynningum um vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum og beita stuðningsaðgerðum eftir því sem við á.Tilkynningaskylda Barnaverndarnefndir sveitarfélaga hafa það hlutverk að taka á móti tilkynningum um misfellur í aðbúnaði barna. Til að tryggja að barnaverndarnefndum berist upplýsingar frá þeim sem vita um raunverulegar aðstæður barna hefur tilkynningaskylda verið lögfest í barnaverndarlögum. Helstu atriði sem tilkynnt er um varða grun eða vissu um vanrækslu, ofbeldi gagnvart barni eða að barn stefni heilsu sinni og þroska í hættu. Einnig er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu. Það er algengt að ofbeldi innan fjölskyldu sé þaggað niður en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla undanfarin misseri um kynferðisbrot gegn börnum hafa fjölmörg mál komið upp á yfirborðið. Þegar barn segist hafa verið beitt ofbeldi er rétt að tilkynna til barnaverndarnefndar en ekki lögreglu. Það er síðan barnaverndarnefndar að meta það hvort málinu er vísað áfram til lögreglurannsóknar. Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart barni.Neyðarlínan Neyðarlínan – 112 – tekur á móti tilkynningum samkvæmt umboði frá barnaverndarnefndum landsins. Barnaverndarstofa hafði frumkvæði að samstarfinu árið 2003 en markmiðið er að hægt verði að hafa samband við allar barnaverndarnefndir landsins gegnum 112 á öllum tímum sólarhringsins og auðvelda þannig almenningi að rækja lagaskyldur sínar um að tilkynna til barnaverndarnefnda. Þegar neyðarvörður hefur móttekið tilkynningu skráir hann helstu upplýsingar og kemur þeim til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef talið er að barn geti verið í hættu er barnaverndarstarfsmaður tafarlaust kallaður út. Í tilvikum þar sem aðstæður barnsins eru ekki eins brýnar er upplýsingum komið áfram til barnaverndarnefndar í upphafi næsta vinnudags. Í tengslum við 112-daginn er vert að vekja athygli á tilkynningaskyldunni og upplýsa almenning um það hvert er hægt að leita þegar velferð barns er í húfi. Í því skyni hefur verið útbúið veggspjald til að dreifa í leik- og grunnskóla, heilsugæslu og á aðra þá staði sem veita þjónustu fyrir börn og fjölskyldur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun