Lífsgæðin lakari hér en á Norðurlöndum 13. febrúar 2013 06:00 Róbert Farestveit Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnuvikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán prósent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einkaneysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opinberra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skattkerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í samanburði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnuþátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norðurlöndin „og í því samhengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfesting fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnuvikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán prósent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einkaneysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opinberra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skattkerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í samanburði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnuþátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norðurlöndin „og í því samhengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfesting fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira