Hæð 13 vekur ýmist upp stolt eða ugg Stígur Helgason skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Í þessu húsi tekur fjórtánda hæðin við af þeirri tólftu. fréttablaðið/Anton Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira