Ekki einelti Guðmundur Kjerúlf skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Margir misskilja og misnota orðið einelti. Stjórnmálamenn, listamenn, íþróttamenn og fleiri nota orðið einelti um ýmislegt sem er alls ekki einelti en er e.t.v. dónaskapur, móðgun, hroki eða yfirgangur. Hugtakið einelti hefur sérstaka merkingu sem er mjög svipuð meðal vestrænna þjóða. Það er skilgreint sem framkoma sem er ámælisverð og stendur yfir í langan tíma. Til að hnykkja á því að framkoman þurfi að standa yfir í langan tíma er í sumum erlendum skilgreiningum talað um allt að sex mánuði. Einstakir atburðir geta aldrei verið einelti, einelti varir í mánuði og ár. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi um misnotkun á hugtakinu einelti. 1. Eftir áramótin skrifaði fyrrverandi stjórnmálamaður og bloggari að íþróttafréttakona hefði verið lögð í einelti í áramótaskaupinu. Það kann að vera að umfjöllun skaupsins um konuna hafi verið dónaleg, of mikil, ekki fyndin eða á einhvern hátt ekki til fyrirmyndar en það snýst allt um smekk áhorfenda. Einelti snýst ekki um smekk og það getur aldrei átt sér stað í klukkutíma skemmtiþætti. 2. Eftir borgarafund í Grafarvogi sagði borgarstóri að hann hefði verið lagður í einelti á fundinum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem sátu fundinn gekk mikið á þar, sumir voru dónalegir og notuðu ljót orð. Það að verða fyrir harðri og jafnvel særandi gagnrýni og dónaskap á fundi er að sjálfsögðu ekki gott en það er alls ekki einelti. Einelti stendur yfir mánuðum eða árum saman. Einelti er mjög alvarlegt og veldur þolanda, fjölskyldu og vinum viðkomandi miklum þjáningum. Það verður að bera meiri virðingu fyrir hugtakinu einelti og nota það af hófsemi, annað er vanvirðing við raunverulega þolendur eineltis. Ef orðið einelti er notað um allt sem miður fer í samfélaginu er verið að gengisfella það og gera það marklaust. Stjórnmálmenn og aðrir sem eru áberandi í samfélaginu þurfa að gæta sérstaks hófs við notkun hugtaksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Margir misskilja og misnota orðið einelti. Stjórnmálamenn, listamenn, íþróttamenn og fleiri nota orðið einelti um ýmislegt sem er alls ekki einelti en er e.t.v. dónaskapur, móðgun, hroki eða yfirgangur. Hugtakið einelti hefur sérstaka merkingu sem er mjög svipuð meðal vestrænna þjóða. Það er skilgreint sem framkoma sem er ámælisverð og stendur yfir í langan tíma. Til að hnykkja á því að framkoman þurfi að standa yfir í langan tíma er í sumum erlendum skilgreiningum talað um allt að sex mánuði. Einstakir atburðir geta aldrei verið einelti, einelti varir í mánuði og ár. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi um misnotkun á hugtakinu einelti. 1. Eftir áramótin skrifaði fyrrverandi stjórnmálamaður og bloggari að íþróttafréttakona hefði verið lögð í einelti í áramótaskaupinu. Það kann að vera að umfjöllun skaupsins um konuna hafi verið dónaleg, of mikil, ekki fyndin eða á einhvern hátt ekki til fyrirmyndar en það snýst allt um smekk áhorfenda. Einelti snýst ekki um smekk og það getur aldrei átt sér stað í klukkutíma skemmtiþætti. 2. Eftir borgarafund í Grafarvogi sagði borgarstóri að hann hefði verið lagður í einelti á fundinum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem sátu fundinn gekk mikið á þar, sumir voru dónalegir og notuðu ljót orð. Það að verða fyrir harðri og jafnvel særandi gagnrýni og dónaskap á fundi er að sjálfsögðu ekki gott en það er alls ekki einelti. Einelti stendur yfir mánuðum eða árum saman. Einelti er mjög alvarlegt og veldur þolanda, fjölskyldu og vinum viðkomandi miklum þjáningum. Það verður að bera meiri virðingu fyrir hugtakinu einelti og nota það af hófsemi, annað er vanvirðing við raunverulega þolendur eineltis. Ef orðið einelti er notað um allt sem miður fer í samfélaginu er verið að gengisfella það og gera það marklaust. Stjórnmálmenn og aðrir sem eru áberandi í samfélaginu þurfa að gæta sérstaks hófs við notkun hugtaksins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun