Ekki einelti Guðmundur Kjerúlf skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Margir misskilja og misnota orðið einelti. Stjórnmálamenn, listamenn, íþróttamenn og fleiri nota orðið einelti um ýmislegt sem er alls ekki einelti en er e.t.v. dónaskapur, móðgun, hroki eða yfirgangur. Hugtakið einelti hefur sérstaka merkingu sem er mjög svipuð meðal vestrænna þjóða. Það er skilgreint sem framkoma sem er ámælisverð og stendur yfir í langan tíma. Til að hnykkja á því að framkoman þurfi að standa yfir í langan tíma er í sumum erlendum skilgreiningum talað um allt að sex mánuði. Einstakir atburðir geta aldrei verið einelti, einelti varir í mánuði og ár. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi um misnotkun á hugtakinu einelti. 1. Eftir áramótin skrifaði fyrrverandi stjórnmálamaður og bloggari að íþróttafréttakona hefði verið lögð í einelti í áramótaskaupinu. Það kann að vera að umfjöllun skaupsins um konuna hafi verið dónaleg, of mikil, ekki fyndin eða á einhvern hátt ekki til fyrirmyndar en það snýst allt um smekk áhorfenda. Einelti snýst ekki um smekk og það getur aldrei átt sér stað í klukkutíma skemmtiþætti. 2. Eftir borgarafund í Grafarvogi sagði borgarstóri að hann hefði verið lagður í einelti á fundinum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem sátu fundinn gekk mikið á þar, sumir voru dónalegir og notuðu ljót orð. Það að verða fyrir harðri og jafnvel særandi gagnrýni og dónaskap á fundi er að sjálfsögðu ekki gott en það er alls ekki einelti. Einelti stendur yfir mánuðum eða árum saman. Einelti er mjög alvarlegt og veldur þolanda, fjölskyldu og vinum viðkomandi miklum þjáningum. Það verður að bera meiri virðingu fyrir hugtakinu einelti og nota það af hófsemi, annað er vanvirðing við raunverulega þolendur eineltis. Ef orðið einelti er notað um allt sem miður fer í samfélaginu er verið að gengisfella það og gera það marklaust. Stjórnmálmenn og aðrir sem eru áberandi í samfélaginu þurfa að gæta sérstaks hófs við notkun hugtaksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Margir misskilja og misnota orðið einelti. Stjórnmálamenn, listamenn, íþróttamenn og fleiri nota orðið einelti um ýmislegt sem er alls ekki einelti en er e.t.v. dónaskapur, móðgun, hroki eða yfirgangur. Hugtakið einelti hefur sérstaka merkingu sem er mjög svipuð meðal vestrænna þjóða. Það er skilgreint sem framkoma sem er ámælisverð og stendur yfir í langan tíma. Til að hnykkja á því að framkoman þurfi að standa yfir í langan tíma er í sumum erlendum skilgreiningum talað um allt að sex mánuði. Einstakir atburðir geta aldrei verið einelti, einelti varir í mánuði og ár. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi um misnotkun á hugtakinu einelti. 1. Eftir áramótin skrifaði fyrrverandi stjórnmálamaður og bloggari að íþróttafréttakona hefði verið lögð í einelti í áramótaskaupinu. Það kann að vera að umfjöllun skaupsins um konuna hafi verið dónaleg, of mikil, ekki fyndin eða á einhvern hátt ekki til fyrirmyndar en það snýst allt um smekk áhorfenda. Einelti snýst ekki um smekk og það getur aldrei átt sér stað í klukkutíma skemmtiþætti. 2. Eftir borgarafund í Grafarvogi sagði borgarstóri að hann hefði verið lagður í einelti á fundinum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem sátu fundinn gekk mikið á þar, sumir voru dónalegir og notuðu ljót orð. Það að verða fyrir harðri og jafnvel særandi gagnrýni og dónaskap á fundi er að sjálfsögðu ekki gott en það er alls ekki einelti. Einelti stendur yfir mánuðum eða árum saman. Einelti er mjög alvarlegt og veldur þolanda, fjölskyldu og vinum viðkomandi miklum þjáningum. Það verður að bera meiri virðingu fyrir hugtakinu einelti og nota það af hófsemi, annað er vanvirðing við raunverulega þolendur eineltis. Ef orðið einelti er notað um allt sem miður fer í samfélaginu er verið að gengisfella það og gera það marklaust. Stjórnmálmenn og aðrir sem eru áberandi í samfélaginu þurfa að gæta sérstaks hófs við notkun hugtaksins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun