Átta börn á BUGL síðustu tvö ár vegna kynáttunarvanda Sunna Valgerðardóttir skrifar 8. janúar 2013 06:00 Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Mynd/ GVA. Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) vegna kynáttunarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. Mikil vitundarvakning hefur orðið innan málaflokksins undanfarin ár og eru sérfræðingar innan spítalans nú að vinna að nýjum verk- og vinnuferlum til að ná utan um meðferð og aðstoð einstaklinga sem greinast með vandann og aðstandenda þeirra. Erlendur Egilsson, sálfræðingur á BUGL, segir umræðu síðustu ára hafa einkennst af því að kynáttunarvandi sé nú skilgreindur sem viðurkenndur geðvandi og hvernig beri að vinna sem skilvirkast út frá því. „Þetta er nýr málaflokkur hjá okkur og því þarf að vanda sérstaklega hvaða greiningartæki við notum, forðast öfgar og muna hvað fylgir vandanum," segir hann. „Við tökum enga afstöðu til þess hvernig líkamlega ferlið mun svo fara. Við hjálpum barninu og fjölskyldu þess til að geta unnið heilbrigt með þetta." Erlendur bendir á að fjölmargir fylgikvillar geta komið upp hjá barni og unglingi með kynáttunarvanda, eins og kvíði, þunglyndi, sjálfskaði og vímuefnanotkun. Slíkt geri oft og tíðum erfiðara að vinna með málin og þyngir allan vanda. „Að upplifa sig í röngum líkama er nógu strembið fyrir," segir hann. Íslenskar rannsóknir um algengi kynáttunarvanda barna og unglinga hafa enn ekki verið gerðar. Samkvæmt Erlendi er tíðnin algengari hjá drengjum, um það bil fjórir á móti hverri stúlku, en munurinn milli kynja minnkar eftir að kynþroska er náð. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru transkonur, konur fæddar í líkama karla, tveir þriðju þeirra sem þjást af kynáttunarvanda. Hlutfall barna með kynáttunarvanda sem enda á að fara í kynleiðréttingu er á bilinu 5 til 25 prósent, en eftir því sem unglingsárin færast yfir hækkar hlutfallið til muna. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) vegna kynáttunarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. Mikil vitundarvakning hefur orðið innan málaflokksins undanfarin ár og eru sérfræðingar innan spítalans nú að vinna að nýjum verk- og vinnuferlum til að ná utan um meðferð og aðstoð einstaklinga sem greinast með vandann og aðstandenda þeirra. Erlendur Egilsson, sálfræðingur á BUGL, segir umræðu síðustu ára hafa einkennst af því að kynáttunarvandi sé nú skilgreindur sem viðurkenndur geðvandi og hvernig beri að vinna sem skilvirkast út frá því. „Þetta er nýr málaflokkur hjá okkur og því þarf að vanda sérstaklega hvaða greiningartæki við notum, forðast öfgar og muna hvað fylgir vandanum," segir hann. „Við tökum enga afstöðu til þess hvernig líkamlega ferlið mun svo fara. Við hjálpum barninu og fjölskyldu þess til að geta unnið heilbrigt með þetta." Erlendur bendir á að fjölmargir fylgikvillar geta komið upp hjá barni og unglingi með kynáttunarvanda, eins og kvíði, þunglyndi, sjálfskaði og vímuefnanotkun. Slíkt geri oft og tíðum erfiðara að vinna með málin og þyngir allan vanda. „Að upplifa sig í röngum líkama er nógu strembið fyrir," segir hann. Íslenskar rannsóknir um algengi kynáttunarvanda barna og unglinga hafa enn ekki verið gerðar. Samkvæmt Erlendi er tíðnin algengari hjá drengjum, um það bil fjórir á móti hverri stúlku, en munurinn milli kynja minnkar eftir að kynþroska er náð. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru transkonur, konur fæddar í líkama karla, tveir þriðju þeirra sem þjást af kynáttunarvanda. Hlutfall barna með kynáttunarvanda sem enda á að fara í kynleiðréttingu er á bilinu 5 til 25 prósent, en eftir því sem unglingsárin færast yfir hækkar hlutfallið til muna.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira