Innlent

Eins og hálfs árs drengur brenndist illa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjáskot af heimasíðu Extrabladet.
Skjáskot af heimasíðu Extrabladet.
Eins og hálfsárs gamall íslenskur drengur brenndist illa á strönd í danska bænum Tarbæk í gær. Greint er frá málinu á vefsíðu Extrabladet er drengurinn var ásamt foreldrum sínum og systur á ströndinni á Norður Sjálandi í gær.

Faðir drengsins segir í samtali við blaðið að augljóslega hafi varðeldur verið kveiktur á sandinum kvöldið áður og sandi síðan mokað yfir leifar bálsins. Drengurinn virðist síðan hafa gengið út á sandinn þar sem mikill hiti leyndist undir þannig að hann brenndist illa á fótum og annarri hendinni.

Drengurinn var kældur í sjónum áður en hann var fluttur í snarhalsti á spítala þar sem hann þarf að dveljast næstu tíu daga í það minnsta. Í blaðinu er haft eftir lækni að tíminn muni leiða í ljós hvort græða þurfi skinn á fætur drengsins, það fari eftir því hve vel sárin grói.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×