Innlent

Þurftu að rjúfa þakið á bensínstöðinni

Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu.
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu. Mynd/Pjetur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að rjúfa þakið á N1-bensínstöðinni á Ártúnshöfða í morgun. Eldur kom upp í háfi á veitingastaðnum Saffran en starfsfólk staðarins var fljótt að bregðast við.

"Það var enginn hætta. Við sáum þetta fljótt og rýmdum staðinn á þremur sekúndum," segir Gunnar Emil veitingahússtjóri hjá Saffran. Dælubíll, körfubíll og sjúkrabíll voru sendir á staðinn. . Töluverður reykur myndaðist en greiðlega gekk að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×