Flögg og eyjur hverfa af Hofsvallagötu Valur Grettisson skrifar 10. október 2013 06:15 Starfsmenn borgarinnar athafna sig á Hofsvallagötunni. Fréttablaðið/Vilhelm „Mín skoðun er sú að það hefði verið best að viðurkenna mistök og engin skömm að því,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær breytingar á Hofsvallagötu. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Umdeild flögg og eyjur verða fjarlægð verði málið samþykkt í borgarstjórn en hart hefur verið tekist á um götuna eftir umdeildar breytingar. Fundur var haldinn með óánægðum íbúum í hverfinu í lok ágúst. Þar kom fram hörð gagnrýni á hendur borgarfulltrúum vegna samráðsleysis. Júlíus Vífill segir að með samþykktinni í ráðinu í gær felist viðurkenning á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum. Hann gagnrýnir hins vegar að þetta sé í fyrsta skiptið sem málið rati fyrir umhverfis- og skipulagsráð. „Það er eiginlega bara mjög furðulegt að ekki hafi verið kallað fyrr til fundar um málið,“ segir Júlíus Vífill. Spurður hvort hann sé sáttur við breytingarnar segir Júlíus Vífill að hann hefði viljað ganga lengra.Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi.Þrátt fyrir að flöggin og eyjurnar verði fjarlægð verða áfram hjólastígar báðum megin á götunni auk þess sem enn verður aðeins ein akrein. Júlíus Vífill gagnrýnir að ekki skuli vera tvær akreinar við gatnamót Hringbrautar. „Og ég hefði viljað fá útskot fyrir strætó, þannig hann stoppi ekki alla umferð þegar farþegum er hleypt út. Það skapar oft óþarfa hættu,“ segir Júlíus Vífill. Kristinn Fannar Pálsson, verkfræðingur og íbúi í hverfinu, er einn þeirra sem mættu á íbúafundinn og gagnrýndu framkvæmdirnar harðlega; meðal annars í viðtali á visir.is. „Við erum mjög ósátt við hjólastígana nærri ljósunum,“ segir Kristinn Fannar og útskýrir að það hafi verið vilji íbúa að hjólastígurinn færðist upp á stétt nærri ljósunum þannig það væri hægt að nýta tvær akreinar, við gatnamót Hringbrautar. Að öðru leyti kveðst Kristinn sáttur við breytingarnar. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með að það sé hlustað á okkur,“ segir Kristinn sem vonast til þess að nú verði lagst í að laga götuna „almennilega“ og í sátt og samlyndi við íbúa hverfisins. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Mín skoðun er sú að það hefði verið best að viðurkenna mistök og engin skömm að því,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær breytingar á Hofsvallagötu. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Umdeild flögg og eyjur verða fjarlægð verði málið samþykkt í borgarstjórn en hart hefur verið tekist á um götuna eftir umdeildar breytingar. Fundur var haldinn með óánægðum íbúum í hverfinu í lok ágúst. Þar kom fram hörð gagnrýni á hendur borgarfulltrúum vegna samráðsleysis. Júlíus Vífill segir að með samþykktinni í ráðinu í gær felist viðurkenning á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum. Hann gagnrýnir hins vegar að þetta sé í fyrsta skiptið sem málið rati fyrir umhverfis- og skipulagsráð. „Það er eiginlega bara mjög furðulegt að ekki hafi verið kallað fyrr til fundar um málið,“ segir Júlíus Vífill. Spurður hvort hann sé sáttur við breytingarnar segir Júlíus Vífill að hann hefði viljað ganga lengra.Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi.Þrátt fyrir að flöggin og eyjurnar verði fjarlægð verða áfram hjólastígar báðum megin á götunni auk þess sem enn verður aðeins ein akrein. Júlíus Vífill gagnrýnir að ekki skuli vera tvær akreinar við gatnamót Hringbrautar. „Og ég hefði viljað fá útskot fyrir strætó, þannig hann stoppi ekki alla umferð þegar farþegum er hleypt út. Það skapar oft óþarfa hættu,“ segir Júlíus Vífill. Kristinn Fannar Pálsson, verkfræðingur og íbúi í hverfinu, er einn þeirra sem mættu á íbúafundinn og gagnrýndu framkvæmdirnar harðlega; meðal annars í viðtali á visir.is. „Við erum mjög ósátt við hjólastígana nærri ljósunum,“ segir Kristinn Fannar og útskýrir að það hafi verið vilji íbúa að hjólastígurinn færðist upp á stétt nærri ljósunum þannig það væri hægt að nýta tvær akreinar, við gatnamót Hringbrautar. Að öðru leyti kveðst Kristinn sáttur við breytingarnar. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með að það sé hlustað á okkur,“ segir Kristinn sem vonast til þess að nú verði lagst í að laga götuna „almennilega“ og í sátt og samlyndi við íbúa hverfisins.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira