Innlent

Fleiri vörur með skrúftappa

Brjánn Jónasson skrifar
Nokkrar tegundir mjólkur og rjóma hafa fengist í fernum með skrúftappa og fleiri bætast við á þessu ári.
Nokkrar tegundir mjólkur og rjóma hafa fengist í fernum með skrúftappa og fleiri bætast við á þessu ári. Fréttablaðið/Vilhelm
Mjólkurumbúðir frá MS munu breytast á næstunni eftir að mjólkurpökkun fyrirtækisins fyrir Suður- og Vesturland hefur verið flutt til Selfoss.

„Okkar markmið er að gera umbúðirnar þægilegri og neytendavænni,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS.

Nú þegar eru margar vörutegundir fáanlegar í umbúðum með skrúftappa og þeim mun fjölga á næstunni, segir Einar. Næst á dagskrá er að pakka þykkari mjólkurvörum á borð við súrmjólk og AB-mjólk í umbúðir með skrúftappa.

Nýmjólk og léttmjólk verður ekki pakkað í umbúðir með tappa til að byrja með en það mun koma að því á endanum, segir Einar. Umbúðirnar fyrir mjólkina breytast þó á næstunni og verður hún eftirleiðis seld í hærri fernum, sömu gerðar og þær sem eru með skrúftappa í dag.

„Við ætlum að sjá hvað markaðurinn vill, við látum markaðinn leiða okkur í þessu,“ segir Einar.

Hann segir að almennt sé þróunin hjá fyrirtækinu í átt að aukinni sjálfvirkni í pökkun, sem hafi í för með sér hægfara fækkun starfsmanna. Ekki þurfi að grípa til stórfelldra uppsagna vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×