
Um "fækkun ríkisstarfsmanna“
Um þessar mundir eru starfsmenn ríkisins um 22 þúsund en stöðugildi eða ársverk eru nokkuð færri. Um 12% þeirra sem starfa á íslenska vinnumarkaðnum eru ríkisstarfsmenn. Skv. könnun frá 2006 störfuðu 38% allra ríkisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum, 21% í framhalds- og háskólum og tæplega 10% störfuðu hjá stofnunum félags- og lýðheilsumála. Hjá þessum flokkum stofnana starfa því tveir þriðju hlutar allra ríkisstarfsmanna. Til viðbótar bætast síðan hefðbundin kjarnastörf svo sem í löggæslu, æðstu stjórnsýslu, skatta- og tollheimtu og skipulags- og samgöngumálum.
Meira en helmingur ríkisstarfsmanna er með háskólamenntun og um þriðjungur með starfs- eða framhaldsmenntun. Margt af sérhæfðasta starfsfólki landsins starfar hjá íslenska ríkinu. Taka má undir staðhæfingar á Starfatorgi ríkisins, þar sem auglýst eru til umsóknar laus störf, að ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi sem bjóði upp á fjölbreytt og krefjandi störf.
Meðalaldur íslenskra ríkisstarfsmanna fer hins vegar hækkandi og um þessar mundir er hann næst hæstur OECD-ríkja (Government at a Glance 2011). Meðaltekjur eru almennt lægri en á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. launarannsóknir Hagstofu Íslands og launakannanir stéttarfélaga) og tilteknar starfsstéttir eru með talsvert lægri meðallaun en í öðrum ríkjum OECD (Government at Glance 2011). Meðal starfsstétta með alþjóðlega viðurkennda menntun og starfsreynslu getur þetta leitt til atgervisflótta sem stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur af. Neikvæð umræða um störf innan ríkisins er ekki til þess að hvetja ungt fólk til að velja sér þennan framtíðarstarfsvettvang.
Eru ríkisstarfsmenn of margir?
Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi:
1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013)
2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013)
„Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013)
3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013)
„Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013)
Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana.
Að byrja á réttum enda
Upplýsingar um stöðu ríkissjóðs eru áhyggjuefni. Eins og áður eru tvær meginleiðir til að glíma við gjaldahlið ríkissjóðs, að draga úr kostnaði við svokallaðar tekjutilfærslur, svo sem greiðslur almannatrygginga, atvinnuleysis- og vaxtabætur og greiðslur vegna búvöruframleiðslu. Hins vegar að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana en þar er auðvitað launakostnaður stærsti liðurinn.
Skv. ríkisreikningi 2012 er launakostnaður samtals 25% af heildarkostnaði ríkissjóðs. Þetta er hins vegar óumflýjanlegur kostnaður. Þegar hafa hin lögbundnu verkefni ríkisins verið rekin með árlegri „sparnaðarkröfu“ og víða er búið „að skera inn að beini“. Nú þegar virðast áhrif þessa niðurskurður svo sem á heilbrigðisþjónustu augljós.
Hætta er á að í umræðu um sparnað og hagkvæmni falli í skuggann lögbundinn tilgangur ríkisstofnana. Í þessu samhengi má minna á söguna í bresku þáttunum „Já, ráðherra“ þar sem rekinn var nýr spítali sem hafði á að skipa stórum hópi stjórnenda og skrifstofufólks en enga lækna, ekkert hjúkrunarfólk og enga sjúklinga. Rekstur spítalans var til fyrirmyndar og hafði m.a. fengið viðurkenningu fyrir hreinlæti! Rekstur hans hefur líklega verið vel innan fjárlaga!
Til að ræða hvernig eigi að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins er nauðsynlegt að byrja á réttum enda. Að ræða fækkun ríkisstarfsmanna án samhengis við þau lögbundnu verkefni sem þeir sinna er ekki skynsamlegt. Skoðun á þessum verkefnum er því fyrsta skrefið í aðgerðum til að ná fram sparnaði innan ríkisins. Í því getur falist sú niðurstaða að ríkið dragi sig út úr tilteknum verkefnum eða minnki verulega umsvif þeirra. Slíkar aðgerðir geta þannig leitt óbeint til fækkunar ríkisstarfsmanna. Hvort samfélagleg sátt verði um slíkar aðgerðir er annað mál.
Skoðun

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar