Óléttri konu vísað úr strætó með dónaskap og fordómum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. nóvember 2013 14:10 Harpa Hrund segir atvikið hafa verið ömurlega upplifun. mynd/valli Starfsmaður Strætó rak ólétta konu úr strætisvagni með dónaskap og fordómum á föstudaginn var. Þetta fullyrðir Harpa Hrund Pálsdóttir, en hún var farþegi í vagninum og reyndi að skakka leikinn. „Þetta var ömurleg upplifun,“ segir Harpa, en atvikið átti sér stað í strætisvagni númer 12 við Hlemm. „Maðurinn vatt sér upp að ungri konu sem var augljóslega ólétt og einnig af erlendu bergi brotin. Hann hafði tekið eftir því að hún væri að notast við kort sem hún hefði ekki leyfi til að nota.“ Um var að ræða eftirlitsmann Strætó en ekki vagnstjórann sjálfan, og að sögn Hörpu sagði konan manninum að hún hefði fengið kortið þar sem hún væri ólétt. „Hann sagði að það væri ekki rétt og að einungis fatlaðir og eldri borgarar mættu nota kortið, og biður hana í kjölfarið að yfirgefa vagninn.“Mátti ekki þiggja strætómiða Vagninn, sem var á leið til austurs, stoppaði við Þjóðskjalasafnið og maðurinn vísaði konunni úr vagninum. „Hún spyr hvort hún geti ekki fengið að fara í banka þegar hún er komin á áfangastað í Mjóddinni en maðurinn þvertekur fyrir það. Allt sem hann lætur frá sér er hranalegt og honum liggur mjög hátt rómur.“ Að lokum stóð Harpa upp og rétti konunni strætómiða, sem hún segir að henni sé frjálst að gera. Að sögn Hörpu bannaði maðurinn henni að gefa konunni miðann og stóð á milli þeirra tveggja. „Hann sagði að hún þyrfti að taka næsta strætó, sem hefði þá komið hálftíma síðar, en þarna var hún komin með greiðslu frá mér.“ Þá segir Harpa konuna hafa spurt rólega hvort hún mætti ekki fara úr vagninum að aftan og fara aftur inn að framan þar sem hún var komin með farmiða. Maðurinn þvertók fyrir það en þrátt fyrir það opnaði vagnstjórinn fyrir henni að framan. „Honum fannst þetta augljóslega jafn óþægilegt og öllum farþegunum,“ segir Harpa, sem skarst þá að eigin sögn í leikinn, ásamt öðrum farþega. „Maðurinn var afar dónalegur við konuna og mig líka. Hann útskýrði fyrir okkur að umrætt kort væri einungis fyrir eldra fólk, og „þetta fólk“, sem voru hans orð, væri að kaupa kort í massavís og dreifa til vina og vandamanna. Hann talaði áfram um „þetta fólk“ og var greinilega að vísa til útlendinga,“ segir Harpa, og bætir því við að umrætt vandamál verði ekki leyst með dónaskap og fordómum í garð þeirra sem hafa áskotnast kortin á einn eða annan hátt. „Það er gott að geta komið þessu á framfæri. Þessi maður var ekki að nálgast aðstæðurnar á réttan hátt að mínu mati.“Kolbeinn Óttarsson Proppé er upplýsingafulltrúi Strætó.Brýtur í bága við starfsreglur Harpa sendi tölvupóst á Strætó bs. vegna málsins og kvartaði undan hegðun eftirlitsmannsins. Hún segist ekki ánægð með viðbrögð fyrirtækisins. „Þetta var greinilega bara staðlaður póstur. „Ábending þín hefur verið skráð í rafrænt ábendingarkerfi, takk fyrir að láta vita,“ og svo framvegis.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að málið hafi farið strax í skoðun og kvörtunin barst. Harpa hafi fengið staðlað svar þar sem hún hafi ekki óskað sérstaklega eftir því að haft yrði samband við hana. „Varðandi atvikið, ef rétt reynist, þá er það auðvitað alvarlegt brot í starfi. Það brýtur í bága við okkar starfsreglur og er engan vegin í takt við þá framkomu sem við höfum gagnvart okkar farþegum.“Eitthvað um svindl Aðspurður segir Kolbeinn að haft hafi verið samband við eftirlitsmanninn vegna atviksins en ekki sé hægt að fara nánar út í það að sinni. „Það er bara ferli sem fer í gang hér innanhúss og það þarf að meta atvikið. Við erum þjónustufyrirtæki og leggjum mikið upp úr því að upplifun farþega sé ánægjuleg.“En hefur verið haft samband við umrædda konu? „Það er erfitt því það er ekki hún sjálf sem kvartar, og hún hefur ekki haft samband. Kvörtunin kemur frá þriðja aðila.“Hefur borið á að strætókort séu misnotuð eins og eftirlitsmaðurinn heldur fram? „Því miður hefur verið eitthvað um það. Það hefur ekki verið rannsakað hversu mikið það er. Það er alveg klárt að ólétt kona á ekki að vera á öryrkjamiða, en það réttlætir auðvitað ekki svona framkomu eins og hér er lýst.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Starfsmaður Strætó rak ólétta konu úr strætisvagni með dónaskap og fordómum á föstudaginn var. Þetta fullyrðir Harpa Hrund Pálsdóttir, en hún var farþegi í vagninum og reyndi að skakka leikinn. „Þetta var ömurleg upplifun,“ segir Harpa, en atvikið átti sér stað í strætisvagni númer 12 við Hlemm. „Maðurinn vatt sér upp að ungri konu sem var augljóslega ólétt og einnig af erlendu bergi brotin. Hann hafði tekið eftir því að hún væri að notast við kort sem hún hefði ekki leyfi til að nota.“ Um var að ræða eftirlitsmann Strætó en ekki vagnstjórann sjálfan, og að sögn Hörpu sagði konan manninum að hún hefði fengið kortið þar sem hún væri ólétt. „Hann sagði að það væri ekki rétt og að einungis fatlaðir og eldri borgarar mættu nota kortið, og biður hana í kjölfarið að yfirgefa vagninn.“Mátti ekki þiggja strætómiða Vagninn, sem var á leið til austurs, stoppaði við Þjóðskjalasafnið og maðurinn vísaði konunni úr vagninum. „Hún spyr hvort hún geti ekki fengið að fara í banka þegar hún er komin á áfangastað í Mjóddinni en maðurinn þvertekur fyrir það. Allt sem hann lætur frá sér er hranalegt og honum liggur mjög hátt rómur.“ Að lokum stóð Harpa upp og rétti konunni strætómiða, sem hún segir að henni sé frjálst að gera. Að sögn Hörpu bannaði maðurinn henni að gefa konunni miðann og stóð á milli þeirra tveggja. „Hann sagði að hún þyrfti að taka næsta strætó, sem hefði þá komið hálftíma síðar, en þarna var hún komin með greiðslu frá mér.“ Þá segir Harpa konuna hafa spurt rólega hvort hún mætti ekki fara úr vagninum að aftan og fara aftur inn að framan þar sem hún var komin með farmiða. Maðurinn þvertók fyrir það en þrátt fyrir það opnaði vagnstjórinn fyrir henni að framan. „Honum fannst þetta augljóslega jafn óþægilegt og öllum farþegunum,“ segir Harpa, sem skarst þá að eigin sögn í leikinn, ásamt öðrum farþega. „Maðurinn var afar dónalegur við konuna og mig líka. Hann útskýrði fyrir okkur að umrætt kort væri einungis fyrir eldra fólk, og „þetta fólk“, sem voru hans orð, væri að kaupa kort í massavís og dreifa til vina og vandamanna. Hann talaði áfram um „þetta fólk“ og var greinilega að vísa til útlendinga,“ segir Harpa, og bætir því við að umrætt vandamál verði ekki leyst með dónaskap og fordómum í garð þeirra sem hafa áskotnast kortin á einn eða annan hátt. „Það er gott að geta komið þessu á framfæri. Þessi maður var ekki að nálgast aðstæðurnar á réttan hátt að mínu mati.“Kolbeinn Óttarsson Proppé er upplýsingafulltrúi Strætó.Brýtur í bága við starfsreglur Harpa sendi tölvupóst á Strætó bs. vegna málsins og kvartaði undan hegðun eftirlitsmannsins. Hún segist ekki ánægð með viðbrögð fyrirtækisins. „Þetta var greinilega bara staðlaður póstur. „Ábending þín hefur verið skráð í rafrænt ábendingarkerfi, takk fyrir að láta vita,“ og svo framvegis.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að málið hafi farið strax í skoðun og kvörtunin barst. Harpa hafi fengið staðlað svar þar sem hún hafi ekki óskað sérstaklega eftir því að haft yrði samband við hana. „Varðandi atvikið, ef rétt reynist, þá er það auðvitað alvarlegt brot í starfi. Það brýtur í bága við okkar starfsreglur og er engan vegin í takt við þá framkomu sem við höfum gagnvart okkar farþegum.“Eitthvað um svindl Aðspurður segir Kolbeinn að haft hafi verið samband við eftirlitsmanninn vegna atviksins en ekki sé hægt að fara nánar út í það að sinni. „Það er bara ferli sem fer í gang hér innanhúss og það þarf að meta atvikið. Við erum þjónustufyrirtæki og leggjum mikið upp úr því að upplifun farþega sé ánægjuleg.“En hefur verið haft samband við umrædda konu? „Það er erfitt því það er ekki hún sjálf sem kvartar, og hún hefur ekki haft samband. Kvörtunin kemur frá þriðja aðila.“Hefur borið á að strætókort séu misnotuð eins og eftirlitsmaðurinn heldur fram? „Því miður hefur verið eitthvað um það. Það hefur ekki verið rannsakað hversu mikið það er. Það er alveg klárt að ólétt kona á ekki að vera á öryrkjamiða, en það réttlætir auðvitað ekki svona framkomu eins og hér er lýst.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira