Innflutt kjúklingakjöt selt á veitingahús Hrund Þórsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 20:00 Umræða hefur skapast um að kjúklingaframleiðendur flytji inn frosið kjúklingakjöt og selji sem íslenska vöru. Forsvarsmenn hafa neitað því en þó er erlent kjöt notað í unnar matvörur og selt án þess að tilgreint sé á umbúðum að um innflutt kjöt sé að ræða. Þetta staðfestir Ragnar Hjörleifsson, sölu- og markaðsstjóri Reykjagarðs. „Það sem er unnið höfum við ekki merkt með upprunalandi,“ segir Ragnar. Hann tekur fram að á öllum þeirra vörum sé rekjanleikanúmer sem segi til um uppruna. Þá var nú í kjölfar umræðunnar bætt við merkingum á ferskar vörur sem sýna að þær séu íslenskar. Reykjagarður flytur inn 150 til 200 tonn af alifuglakjöti árlega og er stærsti hlutinn kjúklingur. Innflutta kjötið er notað í unnar matvörur. „Þar fyrir utan erum við að selja beint til neytenda, þá er ég að tala um mötuneyti og veitingahús,“ segir Ragnar. Þannig að fólk sem fer á veitingahús, getur átt von á að fá erlent kjúklingakjöt? „Við getum ekki svarað fyrir það, en við erum ekki einir að flytja inn kjúkling,“ segir Ragnar. Aðspurður segir hann ekki verðmun á vörum með innlendu og erlendu kjöti. Þannig að neytandinn hefur í raun og veru ekki notið góðs af því að þið séuð að flytja inn erlent kjöt? „Nei, erlent kjúklingakjöt er með háum tolli svo verðmunurinn er í sjálfu sér ekki svo mikill.“ Yfirburðagæði íslensks kjúklingakjöts hafa verið meðal helstu röksemda fyrir því að viðhalda innflutningshömlum og háum tollum. Af hverju flytjið þið þá inn erlent kjúklingakjöt? „Það er fyrst og fremst af því við höfum ekki átt allar tegundir alltaf, af því sem við höfum þurft að bjóða upp á,“ segir Ragnar að lokum. Fréttamaður fór í verslun og skoðaði umbúðir á unnum vörum sem innihalda kjúklingakjöt, meðal annars nagga og kjúklingastrimla. Pakkningarnar skarta íslensku fánalitunum, en á þeim kemur hins vegar ekkert fram um það hvort um íslenskt eða innflutt kjöt er að ræða. Við spurðum neytendur hvort þetta skipti þá máli og eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt voru þeir á einu máli. Þeir vilja vita hvaðan maturinn kemur. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Umræða hefur skapast um að kjúklingaframleiðendur flytji inn frosið kjúklingakjöt og selji sem íslenska vöru. Forsvarsmenn hafa neitað því en þó er erlent kjöt notað í unnar matvörur og selt án þess að tilgreint sé á umbúðum að um innflutt kjöt sé að ræða. Þetta staðfestir Ragnar Hjörleifsson, sölu- og markaðsstjóri Reykjagarðs. „Það sem er unnið höfum við ekki merkt með upprunalandi,“ segir Ragnar. Hann tekur fram að á öllum þeirra vörum sé rekjanleikanúmer sem segi til um uppruna. Þá var nú í kjölfar umræðunnar bætt við merkingum á ferskar vörur sem sýna að þær séu íslenskar. Reykjagarður flytur inn 150 til 200 tonn af alifuglakjöti árlega og er stærsti hlutinn kjúklingur. Innflutta kjötið er notað í unnar matvörur. „Þar fyrir utan erum við að selja beint til neytenda, þá er ég að tala um mötuneyti og veitingahús,“ segir Ragnar. Þannig að fólk sem fer á veitingahús, getur átt von á að fá erlent kjúklingakjöt? „Við getum ekki svarað fyrir það, en við erum ekki einir að flytja inn kjúkling,“ segir Ragnar. Aðspurður segir hann ekki verðmun á vörum með innlendu og erlendu kjöti. Þannig að neytandinn hefur í raun og veru ekki notið góðs af því að þið séuð að flytja inn erlent kjöt? „Nei, erlent kjúklingakjöt er með háum tolli svo verðmunurinn er í sjálfu sér ekki svo mikill.“ Yfirburðagæði íslensks kjúklingakjöts hafa verið meðal helstu röksemda fyrir því að viðhalda innflutningshömlum og háum tollum. Af hverju flytjið þið þá inn erlent kjúklingakjöt? „Það er fyrst og fremst af því við höfum ekki átt allar tegundir alltaf, af því sem við höfum þurft að bjóða upp á,“ segir Ragnar að lokum. Fréttamaður fór í verslun og skoðaði umbúðir á unnum vörum sem innihalda kjúklingakjöt, meðal annars nagga og kjúklingastrimla. Pakkningarnar skarta íslensku fánalitunum, en á þeim kemur hins vegar ekkert fram um það hvort um íslenskt eða innflutt kjöt er að ræða. Við spurðum neytendur hvort þetta skipti þá máli og eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt voru þeir á einu máli. Þeir vilja vita hvaðan maturinn kemur.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira