Lífið

Hugh Jackman með húðkrabbamein

Þessa mynd birti Hugh Jackman á Instagram-síðu sinni.
Þessa mynd birti Hugh Jackman á Instagram-síðu sinni.
Hugh Jackman opinberaði á Instagram-síðu sinni í gær að hann væri í meðferð vegna húðkrabbameins. Jackman hafði verið með hnúð á nefinu í nokkurn tíma en sá ekki ástæðu til þess að leita til læknis.

Eiginkona hans hvatti hann til þess og á endanum lét hann tilleiðast og þá kom í ljós að hann var með húðkrabbamein.

Hann hvetur alla til þess að láta athuga allt óeðlilegt. „Ekki vera jafn vitlaus og ég. Og notið sólarvörn,“ segir Jackman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.