Hin árlegu jólaskreytingakvöld Blómavals voru haldin á miðvikudag og fimmtudag síðastliðinn. Var gestaskreytari á fimmtudag Vigdís Hauksdóttir alþingiskona.
Skreytingakvöldin hafa nú verið haldin sleitulaust í yfir 30 ár og ekkert lát á vinsældum þeirra. Á þeim er farið yfir helstu strauma og stefnur í jólaskreytingum fyrir hver jól.
Vigdís vakti að vonum mikla lukku sem gestaskreytari, en hún starfaði áður hjá Blómavali og varð Íslandsmeistari í blómaskreytingum á sínum tíma.
Mikill fjöldi var samankominn á fimmtudagskvöldinu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Skreytingakvöldin hafa nú verið haldin sleitulaust í yfir 30 ár og ekkert lát á vinsældum þeirra. Á þeim er farið yfir helstu strauma og stefnur í jólaskreytingum fyrir hver jól.
Vigdís vakti að vonum mikla lukku sem gestaskreytari, en hún starfaði áður hjá Blómavali og varð Íslandsmeistari í blómaskreytingum á sínum tíma.
Mikill fjöldi var samankominn á fimmtudagskvöldinu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.