Lífið

Besta nóttin var á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Grohl var á Íslandi og líkaði það vel.
David Grohl var á Íslandi og líkaði það vel. Mynd/ Getty
David Grohl, einn af stofnendum Foo Fighters og fyrrverandi trommari í Nirvana, segir að ógleymanlegasta nótt lífs hans hafi verið nótt á Íslandi. Þetta segir hann í samtali við vefinn high life þar sem hann er spurður spjörunum úr.

„Það var á Íslandi, landslagið er engu líkt, eins og fallegur hluti af plánetunni Mars. Við sáum Norðurljósin, sem litu út eins og grænir logar út úr geimnum. Þetta var töfrum líkast,“ sagði Grohl.

Grohl svara líka ýmsu öðru, eins og hvar bestu áhorfendurnir séu, hvað hann þurfi að hafa við höndina baksviðs á tónleikum og fleira.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.