Lögregla lokið rannsókn á svínshausunum í Sogamýrinni Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 00:00 Borgarstarfsmenn hreinsuðu svínshöfuð, svínslappir og fleira af lóð Félags múslíma á Íslandi í Sogamýri í síðustu viku. Fréttablaðið/vilhelm Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira