Lögregla lokið rannsókn á svínshausunum í Sogamýrinni Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 00:00 Borgarstarfsmenn hreinsuðu svínshöfuð, svínslappir og fleira af lóð Félags múslíma á Íslandi í Sogamýri í síðustu viku. Fréttablaðið/vilhelm Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira