Aðfangadagur á stofnunum 6. desember 2013 08:00 GISTISKÝLIÐ Síðustu daga hefur ekki þurft að vísa frá vegna plássleysis að sögn Þóris Haraldssonar. Á næstu vikum opnar bráðabirgðahúsnæði til viðbótar. Enginn fer í jólaköttinn „Við skreytum húsið og setjum aðventuljós í gluggana. Hátíðisdagana reynum við að hafa eitthvað betra í matinn á kvöldin en venjulega. Á aðfangadag fara allir í Hjálpræðisherinn sem býður heimilislausum í jólamat. Við lokum skýlinu á meðan. Svo opnum við aftur klukkan átta um kvöldið. Ég veit ekki hvað var í matinn í fyrra en þetta er alltaf rosalega flottur hátíðismatur. Nokkrir úr hópnum eru fastagestir. Það er mjög fátítt að þessi hópur sé með fjölskyldunni sinni á aðfangadag. Það eru einhverjir örfáir sem eru hjá ættingjum um jólin. Aðrir eru hjá okkur. Svo hefur Vogur verið duglegur að kippa mönnum inn um hátíðarnar. Það fá allir jólagjafir frá Samhjálp og svo fá menn einhverjar jólagjafir aukreitis. Það fer enginn í jólaköttinn, allir fá pakka.“Þórir Haraldssondagskrárstjóri og yfirmaðurGistiskýlisins við ÞingholtsstrætiVISTHEIMILI BARNAKemur fyrir að börnin geta ekki farið neitt „Stemningin á jólunum hérna fer eftir því hver er á vakt og hvaða börn eru hér, á hvaða aldri þau eru og hversu mörg. Fjöldi barna getur breyst með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Hingað koma stundum börn beint af fæðingardeildinni sem eru nokkurra daga gömul og allt upp í tólf ára. Hér er borðað klukkan 18 á aðfangadag. Það er sjaldgæft að börn séu hér um jólin, en það kemur fyrir að börnin geta ekki farið neitt. Við reynum að hafa svolítið hátíðlegt yfir jólin fyrir þau börn sem eru hér. Við skreytum hérna og reynum að hafa sem jólalegast. Börnin fá jólagjafir og í skóinn og það er líka haldið upp á afmælin þeirra. Þau fá afmælisgjafir og velja hvað er í matinn kvöldið áður en þau fara heim. Um áramótin er horft á flugeldana. Það er erfitt að fara með þessi litlu kannski en það er gott útsýni hérna yfir dalinn á flugelda.“Ólafur Gísli Reynissonforstöðumaður á Vistheimili barnaVOGUR Vogur tekur sextíu til sjötíu í rúm. Um jólin eru þar um það bil fjörutíu manns.Dönsk jólaskinka og frönsk súkkulaðikaka „Ef hægt er reynum við að útskrifa fólk fyrir jólin. Þá erum við að tala um fólk sem á heimili eða stuðning og net í kringum sig, en það eru auðvitað ekki allir. Það er alltaf minna í húsinu en venjulega þessa daga. Fólk er ekkert æst í að vera á Vogi yfir jólin. Það hefur þrengt að hjá þeim sem neyðast til þess, en sá hópur er ekki einsleitur. Það er alveg niður í unglinga stundum. Við reynum að koma unglingum fyrir heima hjá sér. Þetta er eini dagur ársins þar sem sjúklingar á Vogi mega fá heimsóknir frá ættingjum. Heimsóknir eru leyfðar í einn og hálfan klukkutíma eftir hádegi á aðfangadag. Eftir heimsóknirnar kemur tónlistarmaður og spilar jólalög. Svo flytur prestur hugvekju síðdegis um fjögurleytið. Borðhald hefst klukkan 17.“ Páll Geir Bjarnasondagskrárstjóri á VogiKVÍABRYGGJAAllir fangar fá pakka „Á Kvíabryggju hefur myndast hefð fyrir því að kæsa skötu á Þorláksmessu. Svo kemur hingað prestur um tvöleytið á aðfangadag. Með honum mæta félagar í Lionsklúbbnum og Rauða krossinum. Eftir messu er drukkið kaffi. Við borðum hamborgarhrygg klukkan 18. Yfirleitt hefur alltaf verið hangikjöt á jóladag eins og á mörgum heimilum. Við reykjum kjötið sjálfir og það hefur heppnast vel hjá okkur. Svo skreytum við jólatré á Þorláksmessu sem Lionsklúbburinn hefur gefið okkur og margir setja pakka undir. Allir fangar fá pakka frá Vernd. Samhjálp hefur líka verið að gefa þeim. Svo fá þeir jólapakka senda að heiman. Einn sér um að lesa á jólapakkana og þetta er mjög heimilislegt. Svo fá menn heimsóknir frá fjölskyldu og vinum.“Viggó Högnasonforstjóri í afleysingum á KvíabryggjuKVENNAATHVARFIÐ Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Ekki er hægt að birta mynd af Kvennaathvarfinu þar sem staðsetning þess er leynileg.Höldum eins jólaleg jól og við getum „Það er opið allan sólarhringinn allan ársins hring og um jólin líka. Tilhögun jólahalds fer eftir ástandinu í húsinu. Við högum þessu eftir því hvernig konurnar í húsinu vilja hafa þetta. Það eru alltaf einhverjar konur og einhver börn hjá okkur um jólin. Við höldum eins jólaleg jól og við getum. Margir hugsa fallega til okkar í kringum jólin. Þess vegna skortir hér ekkert í kræsingum og hér eru pakkar fyrir alla. Dagskráin er hefðbundin. Við borðum jólamatinn klukkan 18. Svo opnum við pakka. Hér eru konur víðs vegar að úr heiminum þannig að við fáum að heyra ýmislegt um jólahald í útlöndum. Stundum eru líka hérna konur sem ekki eru kristnar og eru að upplifa sín fyrstu jól.“Sigþrúður Guðmundsdóttirframkvæmdastýra Kvennaathvarfsins Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Enginn fer í jólaköttinn „Við skreytum húsið og setjum aðventuljós í gluggana. Hátíðisdagana reynum við að hafa eitthvað betra í matinn á kvöldin en venjulega. Á aðfangadag fara allir í Hjálpræðisherinn sem býður heimilislausum í jólamat. Við lokum skýlinu á meðan. Svo opnum við aftur klukkan átta um kvöldið. Ég veit ekki hvað var í matinn í fyrra en þetta er alltaf rosalega flottur hátíðismatur. Nokkrir úr hópnum eru fastagestir. Það er mjög fátítt að þessi hópur sé með fjölskyldunni sinni á aðfangadag. Það eru einhverjir örfáir sem eru hjá ættingjum um jólin. Aðrir eru hjá okkur. Svo hefur Vogur verið duglegur að kippa mönnum inn um hátíðarnar. Það fá allir jólagjafir frá Samhjálp og svo fá menn einhverjar jólagjafir aukreitis. Það fer enginn í jólaköttinn, allir fá pakka.“Þórir Haraldssondagskrárstjóri og yfirmaðurGistiskýlisins við ÞingholtsstrætiVISTHEIMILI BARNAKemur fyrir að börnin geta ekki farið neitt „Stemningin á jólunum hérna fer eftir því hver er á vakt og hvaða börn eru hér, á hvaða aldri þau eru og hversu mörg. Fjöldi barna getur breyst með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Hingað koma stundum börn beint af fæðingardeildinni sem eru nokkurra daga gömul og allt upp í tólf ára. Hér er borðað klukkan 18 á aðfangadag. Það er sjaldgæft að börn séu hér um jólin, en það kemur fyrir að börnin geta ekki farið neitt. Við reynum að hafa svolítið hátíðlegt yfir jólin fyrir þau börn sem eru hér. Við skreytum hérna og reynum að hafa sem jólalegast. Börnin fá jólagjafir og í skóinn og það er líka haldið upp á afmælin þeirra. Þau fá afmælisgjafir og velja hvað er í matinn kvöldið áður en þau fara heim. Um áramótin er horft á flugeldana. Það er erfitt að fara með þessi litlu kannski en það er gott útsýni hérna yfir dalinn á flugelda.“Ólafur Gísli Reynissonforstöðumaður á Vistheimili barnaVOGUR Vogur tekur sextíu til sjötíu í rúm. Um jólin eru þar um það bil fjörutíu manns.Dönsk jólaskinka og frönsk súkkulaðikaka „Ef hægt er reynum við að útskrifa fólk fyrir jólin. Þá erum við að tala um fólk sem á heimili eða stuðning og net í kringum sig, en það eru auðvitað ekki allir. Það er alltaf minna í húsinu en venjulega þessa daga. Fólk er ekkert æst í að vera á Vogi yfir jólin. Það hefur þrengt að hjá þeim sem neyðast til þess, en sá hópur er ekki einsleitur. Það er alveg niður í unglinga stundum. Við reynum að koma unglingum fyrir heima hjá sér. Þetta er eini dagur ársins þar sem sjúklingar á Vogi mega fá heimsóknir frá ættingjum. Heimsóknir eru leyfðar í einn og hálfan klukkutíma eftir hádegi á aðfangadag. Eftir heimsóknirnar kemur tónlistarmaður og spilar jólalög. Svo flytur prestur hugvekju síðdegis um fjögurleytið. Borðhald hefst klukkan 17.“ Páll Geir Bjarnasondagskrárstjóri á VogiKVÍABRYGGJAAllir fangar fá pakka „Á Kvíabryggju hefur myndast hefð fyrir því að kæsa skötu á Þorláksmessu. Svo kemur hingað prestur um tvöleytið á aðfangadag. Með honum mæta félagar í Lionsklúbbnum og Rauða krossinum. Eftir messu er drukkið kaffi. Við borðum hamborgarhrygg klukkan 18. Yfirleitt hefur alltaf verið hangikjöt á jóladag eins og á mörgum heimilum. Við reykjum kjötið sjálfir og það hefur heppnast vel hjá okkur. Svo skreytum við jólatré á Þorláksmessu sem Lionsklúbburinn hefur gefið okkur og margir setja pakka undir. Allir fangar fá pakka frá Vernd. Samhjálp hefur líka verið að gefa þeim. Svo fá þeir jólapakka senda að heiman. Einn sér um að lesa á jólapakkana og þetta er mjög heimilislegt. Svo fá menn heimsóknir frá fjölskyldu og vinum.“Viggó Högnasonforstjóri í afleysingum á KvíabryggjuKVENNAATHVARFIÐ Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Ekki er hægt að birta mynd af Kvennaathvarfinu þar sem staðsetning þess er leynileg.Höldum eins jólaleg jól og við getum „Það er opið allan sólarhringinn allan ársins hring og um jólin líka. Tilhögun jólahalds fer eftir ástandinu í húsinu. Við högum þessu eftir því hvernig konurnar í húsinu vilja hafa þetta. Það eru alltaf einhverjar konur og einhver börn hjá okkur um jólin. Við höldum eins jólaleg jól og við getum. Margir hugsa fallega til okkar í kringum jólin. Þess vegna skortir hér ekkert í kræsingum og hér eru pakkar fyrir alla. Dagskráin er hefðbundin. Við borðum jólamatinn klukkan 18. Svo opnum við pakka. Hér eru konur víðs vegar að úr heiminum þannig að við fáum að heyra ýmislegt um jólahald í útlöndum. Stundum eru líka hérna konur sem ekki eru kristnar og eru að upplifa sín fyrstu jól.“Sigþrúður Guðmundsdóttirframkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira