Erfitt fyrir starfsmenn meðferðarstofnana að verjast ásökunum um ofbeldi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. október 2013 12:25 Davíð telur hann að eftirlitsskylda barnaverndar Kópavogs hafi brugðist algjörlega. Davíð Bergmann Davíðsson, ráðgjafi hjá Stuðlum, fjallar um líflátshótanir og ofbeldi í starfi í grein sem birtist í Kópavogsfréttum í dag. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig almennt á því hver raunveruleikinn er hjá okkur sem vinnum með börnum sem koma til meðferðar af ýmsum ástæðum,“ skrifar Davíð en hann segir vandann fjölþættan og ekki einskorðast við börn með vímuefnavanda. „Staðreyndin er sú að við sem vinnum við þetta höfum ekki haft neinn talsmann. Þar að leiðandi höfum við verið í vondri aðstöðu til að tjá okkur um ofbeldi sem við verðum fyrir vegna þagnarskyldu okkar.“ Davíð segir starfsmenn eiga í miklum erfiðleikum að verja sig ásökunum um ofbeldi. Sú umræða rati oft í fjölmiðla og sé óvægin, ósanngjörn, og ekki alltaf sannleikanum samkvæm.Varð fyrir ofbeldi í vistunum Davíð var á barnsaldri sendur í sérkennsluúrræði á Álfhólsvegi og segist hann hafa verið rifinn upp með rótum, bæði frá fjölskyldu og vinum, af skóla- og barnaverndaryfirvöldum Kópavogs. „Þarna var ég settur í bekk meðal annars með þremur þroskaheftum einstaklingum,“ segir Davíð og upplifði hann niðurlægingu og reyndi meðal annars að strjúka. „Þegar þetta úrræði á Álfhólsvegi gekk ekki upp var inngrip sem hafði þær afleiðingar að æsku minni var rænt. Ég var sendur í margar vistanir.“ Davíð varð fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í sumum vistununum og telur hann að eftirlitsskylda barnaverndar Kópavogs hafi brugðist algjörlega. „Auðvitað hafði þetta djúpstæð áhrif á líf mitt og er alltaf jafn sárt í minningunni og mun aldrei gleymast en ég verð að lifa með þessu.“Davíð birtir grein sína í Kópavogsfréttum í dag.Hótað með örbylgjuofni Davíð segist hafa valið starfsvettvang sinn vegna reynslu sinnar, en hann hefur starfað sem ráðgjafi frá árinu 1995. Hann segist finna til ákveðins vanmáttar sem fagmaður núna þegar hann er kominn í hitt hlutverkið. „Ég er nokkuð viss um að fólk geri sér ekki grein fyrir hvernig okkar starfsumhverfi er. Við höfum ekki haft tækifæri til að tjá okkur um það við fjölmiðla í gegnum tíðina vegna þagnarskyldu okkar. Ég á til dæmis ekki von á að fólk trúi því að það hefur verið ráðist á mig með hníf, komið heim til mín með hafnaboltakylfu og hringt í mig á laugardagsmorgni og haft í líflátshótunum, bæði við mig og mína fjölskyldu.“ Þá segir Davíð frá því þegar unglingur hélt örbylgjuofni fyrir ofan höfuðið á sér og hótaði að kasta honum í andlit Davíðs. „Kalla þurfti til lögreglu og þurfti eina þrjá lögreglumenn til að yfirbuga þennan óstabíla unga mann. Og ég hef verið tekinn haustaki að aftanverðu og keyrður með höfuðið í vegg.“Ekki einsdæmi Davíð telur upp fleiri atvik þar sem starfsmenn meðferðarheimila verða fyrir ofbeldi af hálfu skjólstæðinga. „Ég veit um atvik þar sem sjóðandi heitu vatni var kastað í andlit á starfsmanni á meðferðarheimili. Einnig hafa starfsmenn verið ásakaðir um kynferðislega misnotkun og áreitni sem enginn fótur var fyrir,“ segir Davíð en hann lenti sjálfur í því að vera kærður fyrir ofbeldi gegn ungmenni í starfi. „Í því tilfelli var ég mjög þakklátur fyrir myndavélakerfið sem var á staðnum sem gat sannað mitt mál og dagbókarskýrslu lögreglu. Í því tilfelli réðst drengur á mig með hníf. Þá þurfti ég að verja líf mitt.“Grein Davíðs í heild sinni á vef Kópavogsfrétta. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Davíð Bergmann Davíðsson, ráðgjafi hjá Stuðlum, fjallar um líflátshótanir og ofbeldi í starfi í grein sem birtist í Kópavogsfréttum í dag. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig almennt á því hver raunveruleikinn er hjá okkur sem vinnum með börnum sem koma til meðferðar af ýmsum ástæðum,“ skrifar Davíð en hann segir vandann fjölþættan og ekki einskorðast við börn með vímuefnavanda. „Staðreyndin er sú að við sem vinnum við þetta höfum ekki haft neinn talsmann. Þar að leiðandi höfum við verið í vondri aðstöðu til að tjá okkur um ofbeldi sem við verðum fyrir vegna þagnarskyldu okkar.“ Davíð segir starfsmenn eiga í miklum erfiðleikum að verja sig ásökunum um ofbeldi. Sú umræða rati oft í fjölmiðla og sé óvægin, ósanngjörn, og ekki alltaf sannleikanum samkvæm.Varð fyrir ofbeldi í vistunum Davíð var á barnsaldri sendur í sérkennsluúrræði á Álfhólsvegi og segist hann hafa verið rifinn upp með rótum, bæði frá fjölskyldu og vinum, af skóla- og barnaverndaryfirvöldum Kópavogs. „Þarna var ég settur í bekk meðal annars með þremur þroskaheftum einstaklingum,“ segir Davíð og upplifði hann niðurlægingu og reyndi meðal annars að strjúka. „Þegar þetta úrræði á Álfhólsvegi gekk ekki upp var inngrip sem hafði þær afleiðingar að æsku minni var rænt. Ég var sendur í margar vistanir.“ Davíð varð fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í sumum vistununum og telur hann að eftirlitsskylda barnaverndar Kópavogs hafi brugðist algjörlega. „Auðvitað hafði þetta djúpstæð áhrif á líf mitt og er alltaf jafn sárt í minningunni og mun aldrei gleymast en ég verð að lifa með þessu.“Davíð birtir grein sína í Kópavogsfréttum í dag.Hótað með örbylgjuofni Davíð segist hafa valið starfsvettvang sinn vegna reynslu sinnar, en hann hefur starfað sem ráðgjafi frá árinu 1995. Hann segist finna til ákveðins vanmáttar sem fagmaður núna þegar hann er kominn í hitt hlutverkið. „Ég er nokkuð viss um að fólk geri sér ekki grein fyrir hvernig okkar starfsumhverfi er. Við höfum ekki haft tækifæri til að tjá okkur um það við fjölmiðla í gegnum tíðina vegna þagnarskyldu okkar. Ég á til dæmis ekki von á að fólk trúi því að það hefur verið ráðist á mig með hníf, komið heim til mín með hafnaboltakylfu og hringt í mig á laugardagsmorgni og haft í líflátshótunum, bæði við mig og mína fjölskyldu.“ Þá segir Davíð frá því þegar unglingur hélt örbylgjuofni fyrir ofan höfuðið á sér og hótaði að kasta honum í andlit Davíðs. „Kalla þurfti til lögreglu og þurfti eina þrjá lögreglumenn til að yfirbuga þennan óstabíla unga mann. Og ég hef verið tekinn haustaki að aftanverðu og keyrður með höfuðið í vegg.“Ekki einsdæmi Davíð telur upp fleiri atvik þar sem starfsmenn meðferðarheimila verða fyrir ofbeldi af hálfu skjólstæðinga. „Ég veit um atvik þar sem sjóðandi heitu vatni var kastað í andlit á starfsmanni á meðferðarheimili. Einnig hafa starfsmenn verið ásakaðir um kynferðislega misnotkun og áreitni sem enginn fótur var fyrir,“ segir Davíð en hann lenti sjálfur í því að vera kærður fyrir ofbeldi gegn ungmenni í starfi. „Í því tilfelli var ég mjög þakklátur fyrir myndavélakerfið sem var á staðnum sem gat sannað mitt mál og dagbókarskýrslu lögreglu. Í því tilfelli réðst drengur á mig með hníf. Þá þurfti ég að verja líf mitt.“Grein Davíðs í heild sinni á vef Kópavogsfrétta.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent