„Fjárlagafrumvarpið boðar ekki miklar breytingar“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. október 2013 20:54 Mynd/Valgarður Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir að nýtt fjárlagafrumvarp boði ekki eins miklar breytingar og margir áttu von á. Hún telur að ríkisstjórnin hafi áttað sig á því að það er ekki hægt að framkvæma allar þær breytingar sem boðaðar höfuð verið. „Aðhalds- og niðurskurðarkröfur virðist eiga að vera nokkuð almennar og það er erfitt að sjá við fyrstu sýn hvaða áhrif þetta mun hafa t.d. fyrir velferðarkerfið og hvort við megum vænta fjöldauppsagna starfsfólks í almannaþjónustunni,“ segir Elín Björg og bætir við að sér finnst vanta nokkuð upp á efnd loforða í fjárlögunum. „Ríkisstjórnin var kosin út á stór og mikil loforð en lítið af þeim sjást í frumvarpinu. Þar er ekkert um 12-13 milljarða inn innspýtingu til Landsspítala líkt og lofað var í aðdraganda kosninga en þess í stað fellt út 600 milljóna tímabundið framlag til tækjakaupa. Það eru nokkur vonbrigði.“ Fram kemur í frumvarpinu að vaxta- og barnabætur verði ekki skertar á komandi ári og þá á að lækka milliskattþrep tekjuskatts einstaklinga um 0,8%. „Það mun gagnast mörgum vel en aftur á móti hækka frítekjumörk ekki og lækkun fyrsta skattþrepsins hefði komið betur við þá sem allra lægstu launin hafa. Ég tel það jákvætt að ekki komi til skerðingar á vaxta- og barnabóta á næsta ári. Hins vegar þýðir það að ekki verði komið á samræmdum húsnæðisbótum sem eykur enn á ósamræmi milli þeirra sem bú í eigin húsnæði og þeirra sem kjósa frekar að leigja,“ segir Elín Björg sem hefur einnig nokkrar áhyggjur að innheimta eigi sérstakt legugjald fyrir þá sem veikjast og þurfa að leggjast inn á spítala og að hækka eigi komugjöld á sjúkrastofnanir. „Bendi ég í þessu sambandi á skýrslu sem var gerð fyrir Krabbameinsfélagið og sýnir fram hvaða áhrif það getur haft á fjárhag fólks að veikjast alvarlega og lenda inni á sjúkrahúsi. Í mörgum tilfellum skapast mikill fjárhagsvandi hjá þeim sem veikjast og ég vara þess vegna mjög við því að auka þessi gjöld því nægur er kostnaðurinn fyrir. Lykillinn að góðu samfélagi er jöfnuður fólks og hann næst best með öflugu velferðarkerfi sem rekið er á samfélagslegum grunni. Það kerfi verðum við að efla eins og kostur er.“ Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir að nýtt fjárlagafrumvarp boði ekki eins miklar breytingar og margir áttu von á. Hún telur að ríkisstjórnin hafi áttað sig á því að það er ekki hægt að framkvæma allar þær breytingar sem boðaðar höfuð verið. „Aðhalds- og niðurskurðarkröfur virðist eiga að vera nokkuð almennar og það er erfitt að sjá við fyrstu sýn hvaða áhrif þetta mun hafa t.d. fyrir velferðarkerfið og hvort við megum vænta fjöldauppsagna starfsfólks í almannaþjónustunni,“ segir Elín Björg og bætir við að sér finnst vanta nokkuð upp á efnd loforða í fjárlögunum. „Ríkisstjórnin var kosin út á stór og mikil loforð en lítið af þeim sjást í frumvarpinu. Þar er ekkert um 12-13 milljarða inn innspýtingu til Landsspítala líkt og lofað var í aðdraganda kosninga en þess í stað fellt út 600 milljóna tímabundið framlag til tækjakaupa. Það eru nokkur vonbrigði.“ Fram kemur í frumvarpinu að vaxta- og barnabætur verði ekki skertar á komandi ári og þá á að lækka milliskattþrep tekjuskatts einstaklinga um 0,8%. „Það mun gagnast mörgum vel en aftur á móti hækka frítekjumörk ekki og lækkun fyrsta skattþrepsins hefði komið betur við þá sem allra lægstu launin hafa. Ég tel það jákvætt að ekki komi til skerðingar á vaxta- og barnabóta á næsta ári. Hins vegar þýðir það að ekki verði komið á samræmdum húsnæðisbótum sem eykur enn á ósamræmi milli þeirra sem bú í eigin húsnæði og þeirra sem kjósa frekar að leigja,“ segir Elín Björg sem hefur einnig nokkrar áhyggjur að innheimta eigi sérstakt legugjald fyrir þá sem veikjast og þurfa að leggjast inn á spítala og að hækka eigi komugjöld á sjúkrastofnanir. „Bendi ég í þessu sambandi á skýrslu sem var gerð fyrir Krabbameinsfélagið og sýnir fram hvaða áhrif það getur haft á fjárhag fólks að veikjast alvarlega og lenda inni á sjúkrahúsi. Í mörgum tilfellum skapast mikill fjárhagsvandi hjá þeim sem veikjast og ég vara þess vegna mjög við því að auka þessi gjöld því nægur er kostnaðurinn fyrir. Lykillinn að góðu samfélagi er jöfnuður fólks og hann næst best með öflugu velferðarkerfi sem rekið er á samfélagslegum grunni. Það kerfi verðum við að efla eins og kostur er.“
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira