Forsetinn segir þjóðina eiga höfuðvaldið Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2013 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ítrekaði það við setningu Alþingis í dag að þjóðin sjálf ætti höfuðvaldið og enginn ætti með það að skera úr um mál sem kæmu þjóðinni allri við, nema með vilja sem flestra meðal þjóðarinnar. Þetta ætti m.a. við um löggjöf og viðskipti við aðrar þjóðir. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn lölluðu úr Alþingishúsinu yfir í dómkirkjuna með forsetann, biskupinn og forsætisráðherra í broddi fylkingar, hlýddu þar á boðskap hinnar Lútersku kirkju en fyrir utan stóðu mótmælendur. Svo tölti hersingin aftur yfir í þinghúsið að lokinni messu þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands setti þetta fyrsta haustþing ríkisstjórnarinnar. Forsetinn lagði í ávarpi sínu út frá grein eftir Jón Sigurðsson í fyrsta árangi Nýrra félagsrita og sagði boðskap hans um samskipti þings og þjóðar enn eiga við. „Það er hin mesta sæmd sem nokkur maður getur hlotið að halda fullkomnu trausti samlanda sinna og styrkja til alls hins góða sem náð verður á hverri tíð. Þegar hver mótmælir öðrum með greind og góðum rökum og stillingu og hvorugir meiru en sannleikurinn sjálfur ryður tl rúms,“ sagði Ólafur Ragnar. Forsetinn ítrekaði hvar hið mesta vald liggur og komst þar kannski næst því að snerta samskipti Íslands við Evrópusambandið. „Þjóðin sjálf á höfuðvaldið og enginn á með að skera úr málefnum þeim sem allri þjóðinni við koma nema samkvæmt vilja flestra meðal þjóðarinnar. Kemur það einkum fram í ákvörðunum alls þjóðkostnaðar eður í skattgjaldinu og skattgjaldsmátanum og þar að auki í löggjöf og viðskiptum við aðrar þjóðir,“ hafði forsetinn eftir Jóni Sigurðssyni. Að loknu ávarpi sínu bað forsetinn þingheim að heilla fósturjörðina og tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætiráðherra hressilega undir það og sagði: Heill forseta vorum og fósturjörð og stjórnaði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna fyrir öllu saman. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ítrekaði það við setningu Alþingis í dag að þjóðin sjálf ætti höfuðvaldið og enginn ætti með það að skera úr um mál sem kæmu þjóðinni allri við, nema með vilja sem flestra meðal þjóðarinnar. Þetta ætti m.a. við um löggjöf og viðskipti við aðrar þjóðir. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn lölluðu úr Alþingishúsinu yfir í dómkirkjuna með forsetann, biskupinn og forsætisráðherra í broddi fylkingar, hlýddu þar á boðskap hinnar Lútersku kirkju en fyrir utan stóðu mótmælendur. Svo tölti hersingin aftur yfir í þinghúsið að lokinni messu þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands setti þetta fyrsta haustþing ríkisstjórnarinnar. Forsetinn lagði í ávarpi sínu út frá grein eftir Jón Sigurðsson í fyrsta árangi Nýrra félagsrita og sagði boðskap hans um samskipti þings og þjóðar enn eiga við. „Það er hin mesta sæmd sem nokkur maður getur hlotið að halda fullkomnu trausti samlanda sinna og styrkja til alls hins góða sem náð verður á hverri tíð. Þegar hver mótmælir öðrum með greind og góðum rökum og stillingu og hvorugir meiru en sannleikurinn sjálfur ryður tl rúms,“ sagði Ólafur Ragnar. Forsetinn ítrekaði hvar hið mesta vald liggur og komst þar kannski næst því að snerta samskipti Íslands við Evrópusambandið. „Þjóðin sjálf á höfuðvaldið og enginn á með að skera úr málefnum þeim sem allri þjóðinni við koma nema samkvæmt vilja flestra meðal þjóðarinnar. Kemur það einkum fram í ákvörðunum alls þjóðkostnaðar eður í skattgjaldinu og skattgjaldsmátanum og þar að auki í löggjöf og viðskiptum við aðrar þjóðir,“ hafði forsetinn eftir Jóni Sigurðssyni. Að loknu ávarpi sínu bað forsetinn þingheim að heilla fósturjörðina og tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætiráðherra hressilega undir það og sagði: Heill forseta vorum og fósturjörð og stjórnaði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna fyrir öllu saman.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira