Lífið

Skilin fyrir fullt og allt

Þegar allt lék í lyndi.
Þegar allt lék í lyndi. AFP/NordicPhotos
Meira en tveimur árum eftir að Demi Moore tilkynnti að hjónabandi hennar og Ashtons Kutcher væri lokið, er fyrrum parið formlega skilið.

Eftir marga mánuði af orðrómum þess efnis að samningaviðræður um eignaskipti væru þess valdandi að ekki hefði verið skrifað undir skilnaðarpappíra, komust Kutcher og Moore loksins að samkomulagi sem var undirritað þann 31. október síðastliðinn, samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs.

Moore, sem er fimmtíu og eins árs, tilkynnti í nóvember 2011 að hún væri að skilja við Kutcher eftir að upp komst um framhjáhald Kutchers með Söru Leal.

Kutcher neitaði þeim ásökunum, en Moore stóð fast á sínu.

Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum sótti Moore þó aldrei um skilnað frá Kutcher, heldur tók hann fyrsta skrefið og sótti um í desember 2012.

Kutcher, sem er þrjátíu og fimm ára, er um þessar mundir í sambandi við Milu Kunis, en sögusagnir þess efnis að Moore sé í sambandi við Peter Morton hafa einnig flogið fjöllum hærra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.