Þeir kalla mig pítsahvíslarann Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 09:00 Tolli byrjaði að bjóða upp á súrdeigspitsur í fyrra á undan öllum öðrum. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég keypti Eldsmiðjuna árið 1994 og vakti og svaf á gólfinu. Ég vann þar alla daga og hunsaði slappleika sem ég fann fyrir. Einn daginn leið yfir mig í vinnunni og þá fór ég upp á sjúkrahús. Það kom í ljós að ég var með heilahimnubólgu og ég þurfti að liggja á spítala í tvær vikur. Ég var heppinn að lifa af. Ég fór ansi nálægt því að fara yfir móðuna miklu,“ segir Þorleifur Jónsson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar veitingastaðinn La Luna í keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Egilshöll í næstu viku. Hann segist hafa lært sína lexíu. „Ég lærði af þessu að vinna aðeins minna. Ég fékk mann til að leysa mig af og sá þá að ég hafði alveg efni á því. Ég dró mig meira og meira úr daglegum rekstri þangað til ég gat stjórnað fyrirtækinu og notið þess að eiga það. Ég seldi Eldsmiðjuna árið 2007 en þá átti ég einn mánuð eftir í þrettán árin. Ég þorði ekki að fara í þá tölu.“ Tolli keypti La Luna í mars í fyrra og rak staðinn á Rauðarárstíg þangað til fyrir stuttu. „Staðsetningin hentaði ekki og mér var boðið að koma með fyrirtækið inn í Keiluhöllina þannig að ég stökk á það. Ég á mjög stóran aðdáendahóp sem ég vissi ekki um fyrr en staðnum á Rauðarárstíg var lokað. Það var grátur og gnístran tanna þegar hann lokaði. Fólk hringdi í mig og grenjaði. Það lá við að ég hefði búið til pitsur í eldhúsinu heima enda margir sem sögðust ekki ætla að borða pitsur fyrr en ég myndi opna aftur,“ segir Tolli. Hann býður fylgjendum La Luna á Facebook í generalprufu í Egilshöll um helgina. Á nýju stöðunum í Egilshöll og Öskjuhlíð ætlar hann eingöngu að bjóða upp á pítsur. Einnig fást pítsurnar hans á veitingastaðnum Fellini. Hann segist vera frumkvöðull í pitsubakstri. „Árið 1996 bjó ég til Pepperoni Special og breytti pitsunni á Íslandi til frambúðar. Matseðillinn sem ég bjó til það ár er enn í notkun á ýmsum pitsustöðum. Ég hef verið kallaður pitsuhvíslarinn.“ Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Ég keypti Eldsmiðjuna árið 1994 og vakti og svaf á gólfinu. Ég vann þar alla daga og hunsaði slappleika sem ég fann fyrir. Einn daginn leið yfir mig í vinnunni og þá fór ég upp á sjúkrahús. Það kom í ljós að ég var með heilahimnubólgu og ég þurfti að liggja á spítala í tvær vikur. Ég var heppinn að lifa af. Ég fór ansi nálægt því að fara yfir móðuna miklu,“ segir Þorleifur Jónsson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar veitingastaðinn La Luna í keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Egilshöll í næstu viku. Hann segist hafa lært sína lexíu. „Ég lærði af þessu að vinna aðeins minna. Ég fékk mann til að leysa mig af og sá þá að ég hafði alveg efni á því. Ég dró mig meira og meira úr daglegum rekstri þangað til ég gat stjórnað fyrirtækinu og notið þess að eiga það. Ég seldi Eldsmiðjuna árið 2007 en þá átti ég einn mánuð eftir í þrettán árin. Ég þorði ekki að fara í þá tölu.“ Tolli keypti La Luna í mars í fyrra og rak staðinn á Rauðarárstíg þangað til fyrir stuttu. „Staðsetningin hentaði ekki og mér var boðið að koma með fyrirtækið inn í Keiluhöllina þannig að ég stökk á það. Ég á mjög stóran aðdáendahóp sem ég vissi ekki um fyrr en staðnum á Rauðarárstíg var lokað. Það var grátur og gnístran tanna þegar hann lokaði. Fólk hringdi í mig og grenjaði. Það lá við að ég hefði búið til pitsur í eldhúsinu heima enda margir sem sögðust ekki ætla að borða pitsur fyrr en ég myndi opna aftur,“ segir Tolli. Hann býður fylgjendum La Luna á Facebook í generalprufu í Egilshöll um helgina. Á nýju stöðunum í Egilshöll og Öskjuhlíð ætlar hann eingöngu að bjóða upp á pítsur. Einnig fást pítsurnar hans á veitingastaðnum Fellini. Hann segist vera frumkvöðull í pitsubakstri. „Árið 1996 bjó ég til Pepperoni Special og breytti pitsunni á Íslandi til frambúðar. Matseðillinn sem ég bjó til það ár er enn í notkun á ýmsum pitsustöðum. Ég hef verið kallaður pitsuhvíslarinn.“
Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira