Lífið

Russell Brand trekkir vel að

Miðar rjúka út á uppistand Russels Brand og Bill Burr.
Miðar rjúka út á uppistand Russels Brand og Bill Burr. nordicphotos/getty
Uppistandararnir heimsþekktu, þeir Russell Brand og Bill Burr eru eins og flestir vita á leið til landsins og hafa miðarnir rokið út. Bill Burr verður í Silfurbergi í Hörpu 15. desember en Russell Brand verður í Eldborgarsalnum 9. og 10. desember.

Bill Burr hefur leikið í ótrúlegum fjölda af verkum og má þar á meðal helst nefna "Breaking Bad" seríurnar sem slógu heldur betur í gegn. Einnig lék hann í nýjustu mynd Söndru Bullock sem ber nafnið "The Heat".



Sýning Russles Brand mun takast á við trúarbrögð og hetjur mannkynsögunnar samkvæmt erlendum fjölmiðlum, en hann mun einblína með grínið að vopni á byltingaleiðtogann Che Guevara, mannréttindafrömuðina Gandhi og Malcolm X og svo Jesús Krist sjálfan. Grínistinn er þá að ljúka hálfs árs ferð sinni á Íslandi.

Báðir eru þeir mjög þekktir og verða þeir sem ætla sér að ná sér í miða á þessa einstöku viðburði að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Miðasala er í fullum gangi á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.