Fótbolti

Gylfi spilar ekki í kvöld

Gylfi er meiddur.
Gylfi er meiddur.
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki leika með íslenska landsliðinu gegn Færeyingum í kvöld vegna meiðsla.

Gylfi staðfesti þetta við mbl.is í dag. Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðan á sunnudag.

Hann hefur ekki jafnað sig af þeim meiðslum og menn vilja ekki tefla á tvær hættur með Gylfa en hann mun væntanlega spila með Tottenham á sunnudaginn er Spurs hefur leik í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×