Fótbolti

Lambert óvænt hetja Englands

Lambert fagnar marki sínu í kvöld.
Lambert fagnar marki sínu í kvöld.
Rickie Lambert, leikmaður Southampton, gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark enska landsliðsins gegn Skotum í kvöld. England vann 3-2 eftir að hafa lent tvívegis undir í leiknum.

James Morrison kom Skotum yfir í leiknum með langskoti. Joe Hart átti reyndar að verja skotið. Theo Walcott jafnaði 19 mínútum síðar.

1-1 í hálfleik en Kenny Miller kom Skotum í 1-2 í upphafi seinni hálfleiks.

Danny Welbeck jafnaði fimm mínútum síðar og Lambert skoraði svo sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok.

Wayne Rooney var í byrjunarliði enska landsliðsins en sýndi lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×