Heldur jólin á miðju átakasvæði Eva Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2013 07:00 Lára Jónasdóttir „Það er lítil jólastemning hér og ég hef ekki haft tækifæri til að segja gleðileg jól við marga,“ segir Lára Jónasdóttir sem stödd er í Juba, höfuðborg Suður-Súdan. Þar hafa bardagar geisað síðan um miðjan mánuðinn. Lára er starfsmaður samtakanna Læknar án landamæra og fór utan í nóvember. Hún átti þó ekki von á því að starfa á miðju átakasvæði. „Ég átti að vinna á heilsugæslu í litlu þorpi í Jonglei-fylki. Þar er ekki rekin heilbrigðisþjónusta á vegum ríkisins svo við sjáum um alla grunnþjónustu. Eftir að átökin brutust út vorum við hins vegar send í burtu þaðan öryggisins vegna,“ segir Lára, sem fór til höfuðborgarinnar ásamt öðrum starfsmönnum samtakanna til þess að koma á fót heilsugæslu innan tveggja flóttamannabúða Sameinuðu þjóðanna. „Við erum fyrst til að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu á svæðinu, fyrir utan þá þjónustu sem var þegar til staðar fyrir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna,“ segir Lára. Hún segir að heilsugæslurnar hafi hingað til ekki sinnt mörgum stríðshrjáðum sjúklingum, en í búðunum tveimur séu fleiri en 30.000 manns og því mörg heilbrigðismál sem huga þurfi að. „Hér er malaría, niðurgangur og almennur heilsubrestur tengdur því að hafa ekki aðgengi að hreinlætisaðstöðu og að búa hálfpartinn á götunni,“ útskýrir Lára. Flóttafólkið er allt íbúar höfuðborgarinnar sem flúið hefur heimili sín eftir mikla bardaga sem geisuðu í síðustu viku í íbúðarhverfum borgarinnar. Óeirðirnar og hraði þeirra kom öllum að óvörum og hefur Lára tekið á móti fólki sem augljóslega flúði heimili sín í miklum flýti. „Í vikunni réð ég mann í vinnu í apótekið okkar, sem baðst afsökunar á því hversu óhreinn og illa lyktandi hann væri, en hann kom allslaus í búðirnar og átti því ekki föt til skiptanna. Önnur kona sem ég hitti var ekki með föt fyrir barnið sitt því hún var að baða það þegar hermenn birtust óvænt og ráku hana burt,“ segir hún.Heilsugæslustöð Lækna án landamæraLára segir ástandið í landinu vera mjög alvarlegt. „Læknar án landamæra hafa miklar áhyggjur af auknu ofbeldi og af því fólki sem lendir á milli óvinaherja. Við leggjum þó áherslu á að senda ekki starfsmenn úr landi heldur að styrkja frekar það starf sem þegar er unnið. Það er núna sem fólk þarf á okkur að halda,“ segir Lára. Hún segir mikla þörf vera fyrir sérhæft heilbrigðisstarfsfólk sem geti unnið hratt og undir miklu álagi. Mörg erlend ríki hafa flutt starfsfólk sendiráða og hjálparstarfsmenn úr landi. Borgin Juba, þar sem venjulega búa hundruð hjálparstarfsmanna, er því talsvert eyðilegri en áður og þjónustan sem hverfist um þennan hóp hefur minnkað. Þá ríkir útgöngubann eftir klukkan sex á kvöldin. „Það sem gerir þetta enn flóknara er að í miðri óreiðunni eru jól. Samfélagið gengur að hluta til sinn vanagang en það er orðið extra erfitt að finna ferskan mat. Við vinnum frá morgni til kvölds á heilsugæslunni og höfum engan til að leita að mat fyrir okkur. Sem betur fer eru samt staðir eftir þar sem hægt er að panta mat,“ segir Lára sem hefur unnið óslitið yfir hátíðarnar. Hún segir starfsfólkið þó reyna að gera sér dagamun á kvöldin. „Margir samstarfsfélaga minna tóku með sér eitthvað gott að borða yfir jólin. Við fengum því að smakka núggat og marsipan sem danskur félagi minn kom með. Það er svona það jólalegasta sem við höfum fengið.“ Lára segist hafa heyrt í fjölskyldu sinni en hafa annars ekki haft hugann við jólin. „Ég lét bara vita að það væri í lagi með mig og fékk að vita að það væri stormur á Íslandi, annað var það ekki,“ segir Lára og hlær. Hún býst við að dveljast í Suður-Súdan fram á næsta ár og vonast til þess að starfa áfram fyrir Lækna án landamæra á nýjum slóðum. „Hér hefur fólk sameiginleg markmið og metnað fyrir ákveðnu verkefni, og einhvern veginn verður ekkert ómögulegt í okkar augum. Það er svo yndislegt að vinna í svona umhverfi,“ segir Lára að lokum. Óttast að borgarastyrjöld brjótist útUngur drengur í flóttamannabúðunum í JubaÁtökin í Suður-Súdan hófust í höfuðborginni Juba fyrir tólf dögum. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans, sem tilheyra Dinka-ættbálki hans, að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum og talið er að lúti stjórn fyrrverandi varaforseta landsins, Rieks Machar. Átökin hafa síðan breiðst út og er Machar talinn fara fyrir uppreisnarliði í tveimur helstu olíuvinnslufylkjum landsins. Forsetar Keníu og Eþíópíu hittu í gær forseta landsins, Salva Kiir, í þeirri von að koma á friðarviðræðum, en óttast er að borgarastyrjöld brjótist út. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt aðila deilunnar til að leggja niður vopn, en talið er að yfir þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Þá er talið að um 58.000 flóttamenn dvelji nú í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna víðs vegar um landið og að yfir 92.000 manns hafi flúið heimili sín. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
„Það er lítil jólastemning hér og ég hef ekki haft tækifæri til að segja gleðileg jól við marga,“ segir Lára Jónasdóttir sem stödd er í Juba, höfuðborg Suður-Súdan. Þar hafa bardagar geisað síðan um miðjan mánuðinn. Lára er starfsmaður samtakanna Læknar án landamæra og fór utan í nóvember. Hún átti þó ekki von á því að starfa á miðju átakasvæði. „Ég átti að vinna á heilsugæslu í litlu þorpi í Jonglei-fylki. Þar er ekki rekin heilbrigðisþjónusta á vegum ríkisins svo við sjáum um alla grunnþjónustu. Eftir að átökin brutust út vorum við hins vegar send í burtu þaðan öryggisins vegna,“ segir Lára, sem fór til höfuðborgarinnar ásamt öðrum starfsmönnum samtakanna til þess að koma á fót heilsugæslu innan tveggja flóttamannabúða Sameinuðu þjóðanna. „Við erum fyrst til að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu á svæðinu, fyrir utan þá þjónustu sem var þegar til staðar fyrir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna,“ segir Lára. Hún segir að heilsugæslurnar hafi hingað til ekki sinnt mörgum stríðshrjáðum sjúklingum, en í búðunum tveimur séu fleiri en 30.000 manns og því mörg heilbrigðismál sem huga þurfi að. „Hér er malaría, niðurgangur og almennur heilsubrestur tengdur því að hafa ekki aðgengi að hreinlætisaðstöðu og að búa hálfpartinn á götunni,“ útskýrir Lára. Flóttafólkið er allt íbúar höfuðborgarinnar sem flúið hefur heimili sín eftir mikla bardaga sem geisuðu í síðustu viku í íbúðarhverfum borgarinnar. Óeirðirnar og hraði þeirra kom öllum að óvörum og hefur Lára tekið á móti fólki sem augljóslega flúði heimili sín í miklum flýti. „Í vikunni réð ég mann í vinnu í apótekið okkar, sem baðst afsökunar á því hversu óhreinn og illa lyktandi hann væri, en hann kom allslaus í búðirnar og átti því ekki föt til skiptanna. Önnur kona sem ég hitti var ekki með föt fyrir barnið sitt því hún var að baða það þegar hermenn birtust óvænt og ráku hana burt,“ segir hún.Heilsugæslustöð Lækna án landamæraLára segir ástandið í landinu vera mjög alvarlegt. „Læknar án landamæra hafa miklar áhyggjur af auknu ofbeldi og af því fólki sem lendir á milli óvinaherja. Við leggjum þó áherslu á að senda ekki starfsmenn úr landi heldur að styrkja frekar það starf sem þegar er unnið. Það er núna sem fólk þarf á okkur að halda,“ segir Lára. Hún segir mikla þörf vera fyrir sérhæft heilbrigðisstarfsfólk sem geti unnið hratt og undir miklu álagi. Mörg erlend ríki hafa flutt starfsfólk sendiráða og hjálparstarfsmenn úr landi. Borgin Juba, þar sem venjulega búa hundruð hjálparstarfsmanna, er því talsvert eyðilegri en áður og þjónustan sem hverfist um þennan hóp hefur minnkað. Þá ríkir útgöngubann eftir klukkan sex á kvöldin. „Það sem gerir þetta enn flóknara er að í miðri óreiðunni eru jól. Samfélagið gengur að hluta til sinn vanagang en það er orðið extra erfitt að finna ferskan mat. Við vinnum frá morgni til kvölds á heilsugæslunni og höfum engan til að leita að mat fyrir okkur. Sem betur fer eru samt staðir eftir þar sem hægt er að panta mat,“ segir Lára sem hefur unnið óslitið yfir hátíðarnar. Hún segir starfsfólkið þó reyna að gera sér dagamun á kvöldin. „Margir samstarfsfélaga minna tóku með sér eitthvað gott að borða yfir jólin. Við fengum því að smakka núggat og marsipan sem danskur félagi minn kom með. Það er svona það jólalegasta sem við höfum fengið.“ Lára segist hafa heyrt í fjölskyldu sinni en hafa annars ekki haft hugann við jólin. „Ég lét bara vita að það væri í lagi með mig og fékk að vita að það væri stormur á Íslandi, annað var það ekki,“ segir Lára og hlær. Hún býst við að dveljast í Suður-Súdan fram á næsta ár og vonast til þess að starfa áfram fyrir Lækna án landamæra á nýjum slóðum. „Hér hefur fólk sameiginleg markmið og metnað fyrir ákveðnu verkefni, og einhvern veginn verður ekkert ómögulegt í okkar augum. Það er svo yndislegt að vinna í svona umhverfi,“ segir Lára að lokum. Óttast að borgarastyrjöld brjótist útUngur drengur í flóttamannabúðunum í JubaÁtökin í Suður-Súdan hófust í höfuðborginni Juba fyrir tólf dögum. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans, sem tilheyra Dinka-ættbálki hans, að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum og talið er að lúti stjórn fyrrverandi varaforseta landsins, Rieks Machar. Átökin hafa síðan breiðst út og er Machar talinn fara fyrir uppreisnarliði í tveimur helstu olíuvinnslufylkjum landsins. Forsetar Keníu og Eþíópíu hittu í gær forseta landsins, Salva Kiir, í þeirri von að koma á friðarviðræðum, en óttast er að borgarastyrjöld brjótist út. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt aðila deilunnar til að leggja niður vopn, en talið er að yfir þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Þá er talið að um 58.000 flóttamenn dvelji nú í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna víðs vegar um landið og að yfir 92.000 manns hafi flúið heimili sín.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira