Innlent

Nærri helmingi ráðherra skipt út

Eva Bjarnadóttir skrifar
Ríkisstjórn Tyrklands
Ríkisstjórn Tyrklands
Forsætisráðherra Tyrklands Recep Tayyip Erdogan tilkynnti um breytingar á ríkisstjórn sinni í gær eftir að þrír ráðherrar hennar sögðu af sér vegna spillingarrannsóknar. Umhverfisráðherra, innanríkisráðherra og viðskiptaráðherra landsins sögðu af sér eftir að synir þeirra voru handteknir í tengslum við rannsókn á opinberum samningum. Eftir að hafa rætt við forseta landsins tilkynnti Erdogan að tíu af tuttugu og sex ráðherrum yrði skipt út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×