Innlent

Snjóflóð féll á Hnífsdalsveg í morgun

Snjóflóð féll á veginn inn í Hnífsdal rétt fyrir klukkan sjö í morgun og er vegurinn á milli Hnífsdals og Ísafjarðar því lokaður. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er um stórt flóð að ræða og verður tekin ákvörðun í birtingu með hvort reyna eigi að opna veginn í dag. Enginn virðist hafa verið á ferðinni um svæðið þegar flóðið féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×