Innlent

Kyrkislanga drap öryggisvörð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/AFP
Kyrkislanga drap öryggisvörð á fimm stjörnu hóteli á Balí á föstudaginn var. Guardian segir frá.

Kyrkislangan hafði í nokkur skipti truflað íbúa og hótelgesti á svæðinu. Öryggisvörðurinn, hinn 59 ára gamli Ambar Arianto Mulyom, ætlaði að koma til bjargar og handsama slönguna. Hann náði tökum á höfði og hala slöngunnar og setti hana á axlirnar. Slangan vafði sig hins vegar utan um manninn og þrengdi að. Maðurinn lést svo af áverkunum.

Vitni að atburðinum gátu ekkert gert til að bjarga Mulyom en hringdu á aðstoð. Ekkert var þó hægt að gera. Slangan lét sig hverfa inn í runna og leit að henni bar ekki árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×