Innlent

Rýmingar vegna snjóflóðahættu enn í gildi á Vestfjörðum

Hætttustig er enn í gildi á Ísafirði vegna snjóflóða samkvæmt Veðurstofu Íslaands og á Norðanverðum Vestfjörðum er óvissustig í gildi.

Á Norðvesturlandi er búist við stormi, með vindi allt að 23 metrum á sekúndu í dag. Að sögn lögreglu á Ísafirði er veðrið þó gott eins og staðan er nú þótt spáinn sé slæm.

Rýmingar vegna snjóflóðahættu sem hófust á miðnætti í nótt eru enn í gildi. Um tíu manns þurftu að yfirgefa heimili sín á Vestfjörðum en rýma þurfti á Hrauni í Hnífsdal og á Geirastöðum í grennd við Bolungarvík. Þá var reitur níu á Ísafirði einnig rýmdur en það er iðnaðarhverfi í bænum.

Að sögn lögreglu hefur enn ekkert frést af því að flóð hafi fallið á þessum svæðum. Ástandið verður metið að nýju þegar líður á daginn og þá á einnig að taka ákvörðun um hvort opna eigi veginn um Súðavíkurhlíð að nýju en hann hefur nú verið lokaður í á annan sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×