Innlent

Ófærð á Akureyri

Á Akureyri kyngdi niður snjónum í nótt þannig að töluverð ófærð er í bænum. Að sögn lögreglu gekk skemmtanahald vel þrátt fyrir að töluvert hafi verið af fólki úti að skemmta sér. Síðan tók að snjóa og draga í skafla og nú í morgunsárið er bærinn illfær smærri bílum að sögn lögreglu. Fólk er beðið um að íhuga það alvarlega hvort nauðsynlegt sé að hreyfa bílinn á meðan færðin er svo slæm. Enn snjóar í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×