Innlent

Jólaljósin á leiðinni upp í borginni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Laugavegi verða færri tré verða skreytt með fleiri ljósum hvert tré.
Á Laugavegi verða færri tré verða skreytt með fleiri ljósum hvert tré. Fréttablaðið/Anton
Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar eru byrjaðir að setja upp hefðbundna jólalýsingu að því er segir í tilkynningu frá borginni. Kveikt verður á lýsingu seinni hluta nóvember.

„Jólabjöllur eru hengdar yfir götur í miðborginni ásamt öðru skrauti, jólatré verða sett upp á torgum víða um hverfin, jólaskraut fest á ljósastaura og lýsing sett í götutré,“ segir í tilkynningunni.

Kveikt verður á Óslóartrénu á Austurvelli fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×