Innlent

Heimtaði vændiskonu í búð Catalinu

Jakob Bjarnar skrifar
Catalina er rétt að byrja og stefnir á að opna 2 - 3 tískuvöruverslanir undir merkjum Miss Miss í viðbót.
Catalina er rétt að byrja og stefnir á að opna 2 - 3 tískuvöruverslanir undir merkjum Miss Miss í viðbót. Valli
Maður nokkur ruddist inn í Miss Miss, tískuvöruverslun Catalinu Ncoco að Holtagörðum í gær og heimtaði þjónustu vændiskonu.

Catalinu var vitaskuld brugðið, eins og fram kemur á Facebooksíðu hennar, og sagði dólgnum þeim að ekkert slíkt væri að hafa í Miss Miss en þá hafði maðurinn í hótunum og lauk viðskiptunum þeim þannig að hann hafði með sér vörur úr búðinni.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að fyrir liggi tilkynning hjá lögreglu um atvikið, en engin formleg kæra hefur komið fram og er málið meðhöndlað sem þjófnaðarmál.

Vísi ræddi fyrr í vikunni við Catalinu en miðlinum hafði borist til eyrna sögusagnir um að Catalina væri að loka búð sinni, nú nýlega eftir að hún opnaði. Catalina hló að þessum getgátum og sagðist vera að byrja. „Ég er að fá ný föt fyrir jólin og mun gera allt sem í mínu valdi stendur svo Miss Miss verði starfandi sem lengst. Meira að segja er það svo að til stendur að opna tvær eða þrjár Miss Miss-búðir á Íslandi til viðbótar. Miss Miss gengur vel, fólki líkar vel sú vara sem á boðstólnum er og ég veiti alltaf bestu þjónustuna, eins og margir vita.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×