Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar lítilli hetju með hjartagalla Hrund Þórsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 17:46 Bryndís Hulda Garðarsdóttir er tæplega ársgömul hetja sem fæddist með flókinn og margþættan hjartagalla. Í stað fjögurra hjartahólfa hefur Bryndís í raun aðeins tvö og tengingu milli lungna og hjarta vantar. Yfirleitt er gert við svona galla í þremur aðskildum aðgerðum á fyrstu tveimur æviárum barna en hjá Bryndísi hefur það ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Fyrsta aðgerðin gekk vel en síðan hefur gengið á ýmsu og er Bryndís nú stödd í Lundi í Svíþjóð þar sem nýbúið er að gera aðgerð á hjartalokum. „Hún er búin að vera sofandi á gjörgæslu í tvær vikur á morgun og í rauninni vitum við ekkert, við erum bara að bíða,“ segir Sandra Valsdóttir, móðir Bryndísar. Bryndís er í öndunarvél en vonast er til þess að hægt verði að vekja hana eftir nokkra daga. Ef vel gengur þarf hún að gangast undir fleiri aðgerðir síðar og líklega þiggja nýtt hjarta á einhverjum tímapunkti. „Við eigum tvö önnur börn, 5 og 8 ára, en við höfum ekki getað tekið þátt í mörgu saman þetta árið, enda höfum við ýmist þurft að vera í hálfgerðri einangrun vegna smithættu eða við höfum verið á sjúkrahúsum,“ segir Sandra. Erfiðleikar undanfarins árs hafa eðlilega tekið á, einnig fjárhagslega. Sandra hefur ekkert getað unnið og Garðar, faðir Bryndísar, hefur einnig verið mikið frá. Sandra er ættuð frá Þórshöfn og stendur félagið Styrkur nú fyrir fjáröflunarsamkomu þar, þar sem uppboð fer fram á ýmsum hlutum til styrktar fjölskyldunni. „Við erum óendanlega þakklát. Maður verður meyr og klökkur af því að hugsa til þess hvað það eru margir tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir okkur,“ segir Sandra. Á uppboðinu er meðal annars árituð landsliðstreyja sem ætla má að margir myndu vilja eignast fyrir stórleikinn sem framundan er á morgun þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Króötum í umspili um sæti á Heimsmeistaramótinu. Hægt er að bjóða í treyjuna á Facebooksíðunni Styrkur og velunnarar Þórshöfn til klukkan 19.30 í kvöld. Sá sem á hæsta boðið á þeirri stundu hringir í uppboðshaldarann Almar Marínósson í síma 8689670 og festir sér treyjuna, ef ekki berst hærra boð frá þeim sem viðstaddir verða á uppboðinu á Þórshöfn. Treyjan verður síðan send eiganda sínum með fyrsta mögulega flugi. Sandra sendir innilegt þakklæti og baráttukveðjur fyrir leikinn á morgun. „Við erum alveg tilbúin fyrir leikinn, erum búin að kaupa snakk og finna út á hvaða stöð hann er og erum alveg viss um að við vinnum,“ segir þessi bjartsýna og jákvæða kona að lokum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Bryndís Hulda Garðarsdóttir er tæplega ársgömul hetja sem fæddist með flókinn og margþættan hjartagalla. Í stað fjögurra hjartahólfa hefur Bryndís í raun aðeins tvö og tengingu milli lungna og hjarta vantar. Yfirleitt er gert við svona galla í þremur aðskildum aðgerðum á fyrstu tveimur æviárum barna en hjá Bryndísi hefur það ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Fyrsta aðgerðin gekk vel en síðan hefur gengið á ýmsu og er Bryndís nú stödd í Lundi í Svíþjóð þar sem nýbúið er að gera aðgerð á hjartalokum. „Hún er búin að vera sofandi á gjörgæslu í tvær vikur á morgun og í rauninni vitum við ekkert, við erum bara að bíða,“ segir Sandra Valsdóttir, móðir Bryndísar. Bryndís er í öndunarvél en vonast er til þess að hægt verði að vekja hana eftir nokkra daga. Ef vel gengur þarf hún að gangast undir fleiri aðgerðir síðar og líklega þiggja nýtt hjarta á einhverjum tímapunkti. „Við eigum tvö önnur börn, 5 og 8 ára, en við höfum ekki getað tekið þátt í mörgu saman þetta árið, enda höfum við ýmist þurft að vera í hálfgerðri einangrun vegna smithættu eða við höfum verið á sjúkrahúsum,“ segir Sandra. Erfiðleikar undanfarins árs hafa eðlilega tekið á, einnig fjárhagslega. Sandra hefur ekkert getað unnið og Garðar, faðir Bryndísar, hefur einnig verið mikið frá. Sandra er ættuð frá Þórshöfn og stendur félagið Styrkur nú fyrir fjáröflunarsamkomu þar, þar sem uppboð fer fram á ýmsum hlutum til styrktar fjölskyldunni. „Við erum óendanlega þakklát. Maður verður meyr og klökkur af því að hugsa til þess hvað það eru margir tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir okkur,“ segir Sandra. Á uppboðinu er meðal annars árituð landsliðstreyja sem ætla má að margir myndu vilja eignast fyrir stórleikinn sem framundan er á morgun þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Króötum í umspili um sæti á Heimsmeistaramótinu. Hægt er að bjóða í treyjuna á Facebooksíðunni Styrkur og velunnarar Þórshöfn til klukkan 19.30 í kvöld. Sá sem á hæsta boðið á þeirri stundu hringir í uppboðshaldarann Almar Marínósson í síma 8689670 og festir sér treyjuna, ef ekki berst hærra boð frá þeim sem viðstaddir verða á uppboðinu á Þórshöfn. Treyjan verður síðan send eiganda sínum með fyrsta mögulega flugi. Sandra sendir innilegt þakklæti og baráttukveðjur fyrir leikinn á morgun. „Við erum alveg tilbúin fyrir leikinn, erum búin að kaupa snakk og finna út á hvaða stöð hann er og erum alveg viss um að við vinnum,“ segir þessi bjartsýna og jákvæða kona að lokum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira