Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Valur 1-1 Stefán Árni Pálsson á Samsungvellinum skrifar 21. maí 2013 15:25 Stjarnan og Valur gerður 1-1 jafntefli í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnumenn gerðu eina mark fyrri hálfleiksins en gestirnir frá Val það eina í þeim síðari. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og liðin voru dágóða stund að finna sig. Stjörnumenn voru samt sem áður töluvert ákveðnari og fóru hægt og rólega að finna taktinn. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum náðu heimamenn að skora fyrsta mark leiksins þegar Michael Præst kom boltanum í netið eftir mikið klafs inn í vítateig Valsmanna. Markið kom eftir aukaspyrnu frá Halldóri Orra Björnssyni sem var sprækur í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn héldu áfram uppteknum hætti og komust Valsarar aldrei í takt við leikinn á fyrstu 45 mínútum. Rétt undir lok hálfleiksins skallaði Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, boltann í þverslána eftir hornspyrnu frá Halldóri Orra. Staðan var því 1-0 í hálfleik og Valsmenn þurftu heldur betur að bæta sinn leik til að eiga möguleika gegn ferskum Stjörnumönnum. Valsmenn mættu ákveðnari til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og fengu strax dauðafæri þegar James Hurst átti skot rétt yfir markið eftir hornspyrnu. Það leið ekki langur tími þar til að Valur hafði jafnað metin en markið kom eftir fimmtán mínútur í síðari hálfleiknum. Rúnar Már Sigurjónsson átti magnaða aukaspyrnu inn í vítateig Stjörnunnar sem Bjarni Ólafur Eiríksson þrumaði í netið, alveg óverjandi fyrir Ingvar í marki Stjörnunnar. Liðin reyndu bæði að koma sigurmarkinu í netið en þeim tókst það hvorugt og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Logi: Súrt að vinna ekki þennan leik„Við gerum okkur seka um mistök í jöfnunarmarkinu,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Ákveðin leikmaður gerir í raun mistök þegar hann fylgir ekki leikmanninum sínum í föstu leikatriði og við þurfum heldur betur að leggjast yfir það.“ „Við erum auðvitað mjög súrir með það að hafa ekki náð að vinna þennan leik. Við fáum nokkur ágætis færi hérna undir lok leiksins, sem og þeir. Þessi leikur hefði getað dottið báðum megin.“ „Við erum aldrei sáttur með eitt stig á heimavelli, þar eigum við að hirða öll stig sem í boði eru,“ sagði Logi Ólafsson.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Loga hér að ofan.Bjarni: Þetta var í raun gott stig„Þetta var í raun bara gott stig á útivelli,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frekar dapurlega eins og í síðasta leik en náðum að vinna okkur hægt og rólega aftur inn í hann. Á tíma vorum við í raun mun sterkari aðilinn á vellinum.“ „Við sýndum fínan karakter að koma til baka og þetta stig er bara gott. Við verðum að fara bæta hugafarið og mæta almennilega til leiks.“ „Magnús (Gylfason) lét nokkur vel valinn orð fall í hálfleiknum og áttum við það fyllilega skilið. Enda kom liðið tilbúið til leiks í þann síðari.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarna með því að ýta hér.Maggi Gylfa: Vildi fá víti en myndavélarnar skera út um það„Ætli maður verði ekki að vera sáttur, en ég vildi vinna leikinn,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir jafnteflið í kvöld. „Við löguðum upp með að vinna leikinn hér í kvöld og ætluðum okkur að gera það, en við byrjuðum svolítið illa hér í kvöld.“ „Liðið var hikandi og óákveðið, en það lagaðist í síðari hálfleiknum. Fljótlega náðum við að jafna metin og vorum síðan alltaf líklegir til þess að skora sigurmarkið.“ „Við fengum tvö til þrjú færi til að klára leikinn en þeir reyndar líka og því var þetta kannski sanngjarnt. Ég hefði reyndar viljað fá dæmda vítaspyrnu en það verða myndavélarnar að dæma um.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Stjarnan og Valur gerður 1-1 jafntefli í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnumenn gerðu eina mark fyrri hálfleiksins en gestirnir frá Val það eina í þeim síðari. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og liðin voru dágóða stund að finna sig. Stjörnumenn voru samt sem áður töluvert ákveðnari og fóru hægt og rólega að finna taktinn. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum náðu heimamenn að skora fyrsta mark leiksins þegar Michael Præst kom boltanum í netið eftir mikið klafs inn í vítateig Valsmanna. Markið kom eftir aukaspyrnu frá Halldóri Orra Björnssyni sem var sprækur í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn héldu áfram uppteknum hætti og komust Valsarar aldrei í takt við leikinn á fyrstu 45 mínútum. Rétt undir lok hálfleiksins skallaði Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, boltann í þverslána eftir hornspyrnu frá Halldóri Orra. Staðan var því 1-0 í hálfleik og Valsmenn þurftu heldur betur að bæta sinn leik til að eiga möguleika gegn ferskum Stjörnumönnum. Valsmenn mættu ákveðnari til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og fengu strax dauðafæri þegar James Hurst átti skot rétt yfir markið eftir hornspyrnu. Það leið ekki langur tími þar til að Valur hafði jafnað metin en markið kom eftir fimmtán mínútur í síðari hálfleiknum. Rúnar Már Sigurjónsson átti magnaða aukaspyrnu inn í vítateig Stjörnunnar sem Bjarni Ólafur Eiríksson þrumaði í netið, alveg óverjandi fyrir Ingvar í marki Stjörnunnar. Liðin reyndu bæði að koma sigurmarkinu í netið en þeim tókst það hvorugt og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Logi: Súrt að vinna ekki þennan leik„Við gerum okkur seka um mistök í jöfnunarmarkinu,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Ákveðin leikmaður gerir í raun mistök þegar hann fylgir ekki leikmanninum sínum í föstu leikatriði og við þurfum heldur betur að leggjast yfir það.“ „Við erum auðvitað mjög súrir með það að hafa ekki náð að vinna þennan leik. Við fáum nokkur ágætis færi hérna undir lok leiksins, sem og þeir. Þessi leikur hefði getað dottið báðum megin.“ „Við erum aldrei sáttur með eitt stig á heimavelli, þar eigum við að hirða öll stig sem í boði eru,“ sagði Logi Ólafsson.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Loga hér að ofan.Bjarni: Þetta var í raun gott stig„Þetta var í raun bara gott stig á útivelli,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frekar dapurlega eins og í síðasta leik en náðum að vinna okkur hægt og rólega aftur inn í hann. Á tíma vorum við í raun mun sterkari aðilinn á vellinum.“ „Við sýndum fínan karakter að koma til baka og þetta stig er bara gott. Við verðum að fara bæta hugafarið og mæta almennilega til leiks.“ „Magnús (Gylfason) lét nokkur vel valinn orð fall í hálfleiknum og áttum við það fyllilega skilið. Enda kom liðið tilbúið til leiks í þann síðari.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarna með því að ýta hér.Maggi Gylfa: Vildi fá víti en myndavélarnar skera út um það„Ætli maður verði ekki að vera sáttur, en ég vildi vinna leikinn,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir jafnteflið í kvöld. „Við löguðum upp með að vinna leikinn hér í kvöld og ætluðum okkur að gera það, en við byrjuðum svolítið illa hér í kvöld.“ „Liðið var hikandi og óákveðið, en það lagaðist í síðari hálfleiknum. Fljótlega náðum við að jafna metin og vorum síðan alltaf líklegir til þess að skora sigurmarkið.“ „Við fengum tvö til þrjú færi til að klára leikinn en þeir reyndar líka og því var þetta kannski sanngjarnt. Ég hefði reyndar viljað fá dæmda vítaspyrnu en það verða myndavélarnar að dæma um.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki