Löggjafinn og barnið Oktavía Guðmundsdóttir skrifar 19. mars 2013 06:00 Það þarf að huga að svo mörgu þegar foreldrar ákveða að skilja, ekki síst þegar þeim hefur hlotnast sú hamingja að eignast litlar mannverur, sem strá af örlæti sínu hlýjum geislum allt um kring. Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan horfði ég á sjónvarpsviðtal við ungan stoltan föður, sem hafði nýverið ættleitt barn ásamt eiginkonu sinni frá fjarlægri heimsálfu. Ég man sérstaklega eina setningu úr viðtalinu, en hún var eitthvað á þessa leið: „Það eru ólýsanleg forréttindi og hamingja að FÁ að ala upp barn“. Það er auðvitað alveg rétt og ekkert sjálfgefið að öllum hlotnist sú gæfa í lífinu. Á þessum tíma var þetta samt svolítið sérstakt að faðirinn kæmi fram fyrir alþjóð og segði frá þessari tilfinningu sinni af slíkri einlægni og sannfæringu. Á þessum tíma var algengast við skilnað foreldra að umgengni barns við það foreldri sem barnið hafði ekki lögheimili hjá væri stutt helgardvöl. Oft sáust helgarpabbarnir og börn þeirra á sundstöðum, McDonalds eða á rölti niður á tjörn með andabrauð. Nú er öldin sem betur fer önnur. Það er í dag nokkuð algengt að það foreldrið sem ekki er með lögheimili barns hjá sér vilji axla ábyrgð og vera meiri þátttakandi og uppalandi í lífi barns síns, ekki bara um helgar heldur líka í daglegri rútínu og erli dagsins. Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum. Því enn er lögheimili barnsins hjá öðru foreldrinu, enn er það þannig að allur opinber stuðningur fer til annars foreldrisins, þó svo báðir foreldrar annist barnið jafnt. Auðvitað geta foreldrar samið um annað sín á milli en það ber ekki öllum gæfa til þess. Margir kjósa frekar að fara alfarið eftir lagabókstafnum. Undirrituð fagnar þingsályktunartillögu sem hefur fengið jákvæða umsögn úr velferðarnefnd alþingis um að þessu verði breytt. Annaðhvort með því að barn geti haft lögheimili hjá báðum foreldrum eða að smíðað verði nýtt lagahugtak um jafna búsetu. Aðalatriðið er að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í fyrirrúmi og jafnrétti ríki meðal þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það þarf að huga að svo mörgu þegar foreldrar ákveða að skilja, ekki síst þegar þeim hefur hlotnast sú hamingja að eignast litlar mannverur, sem strá af örlæti sínu hlýjum geislum allt um kring. Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan horfði ég á sjónvarpsviðtal við ungan stoltan föður, sem hafði nýverið ættleitt barn ásamt eiginkonu sinni frá fjarlægri heimsálfu. Ég man sérstaklega eina setningu úr viðtalinu, en hún var eitthvað á þessa leið: „Það eru ólýsanleg forréttindi og hamingja að FÁ að ala upp barn“. Það er auðvitað alveg rétt og ekkert sjálfgefið að öllum hlotnist sú gæfa í lífinu. Á þessum tíma var þetta samt svolítið sérstakt að faðirinn kæmi fram fyrir alþjóð og segði frá þessari tilfinningu sinni af slíkri einlægni og sannfæringu. Á þessum tíma var algengast við skilnað foreldra að umgengni barns við það foreldri sem barnið hafði ekki lögheimili hjá væri stutt helgardvöl. Oft sáust helgarpabbarnir og börn þeirra á sundstöðum, McDonalds eða á rölti niður á tjörn með andabrauð. Nú er öldin sem betur fer önnur. Það er í dag nokkuð algengt að það foreldrið sem ekki er með lögheimili barns hjá sér vilji axla ábyrgð og vera meiri þátttakandi og uppalandi í lífi barns síns, ekki bara um helgar heldur líka í daglegri rútínu og erli dagsins. Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum. Því enn er lögheimili barnsins hjá öðru foreldrinu, enn er það þannig að allur opinber stuðningur fer til annars foreldrisins, þó svo báðir foreldrar annist barnið jafnt. Auðvitað geta foreldrar samið um annað sín á milli en það ber ekki öllum gæfa til þess. Margir kjósa frekar að fara alfarið eftir lagabókstafnum. Undirrituð fagnar þingsályktunartillögu sem hefur fengið jákvæða umsögn úr velferðarnefnd alþingis um að þessu verði breytt. Annaðhvort með því að barn geti haft lögheimili hjá báðum foreldrum eða að smíðað verði nýtt lagahugtak um jafna búsetu. Aðalatriðið er að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í fyrirrúmi og jafnrétti ríki meðal þeirra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar