Löggjafinn og barnið Oktavía Guðmundsdóttir skrifar 19. mars 2013 06:00 Það þarf að huga að svo mörgu þegar foreldrar ákveða að skilja, ekki síst þegar þeim hefur hlotnast sú hamingja að eignast litlar mannverur, sem strá af örlæti sínu hlýjum geislum allt um kring. Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan horfði ég á sjónvarpsviðtal við ungan stoltan föður, sem hafði nýverið ættleitt barn ásamt eiginkonu sinni frá fjarlægri heimsálfu. Ég man sérstaklega eina setningu úr viðtalinu, en hún var eitthvað á þessa leið: „Það eru ólýsanleg forréttindi og hamingja að FÁ að ala upp barn“. Það er auðvitað alveg rétt og ekkert sjálfgefið að öllum hlotnist sú gæfa í lífinu. Á þessum tíma var þetta samt svolítið sérstakt að faðirinn kæmi fram fyrir alþjóð og segði frá þessari tilfinningu sinni af slíkri einlægni og sannfæringu. Á þessum tíma var algengast við skilnað foreldra að umgengni barns við það foreldri sem barnið hafði ekki lögheimili hjá væri stutt helgardvöl. Oft sáust helgarpabbarnir og börn þeirra á sundstöðum, McDonalds eða á rölti niður á tjörn með andabrauð. Nú er öldin sem betur fer önnur. Það er í dag nokkuð algengt að það foreldrið sem ekki er með lögheimili barns hjá sér vilji axla ábyrgð og vera meiri þátttakandi og uppalandi í lífi barns síns, ekki bara um helgar heldur líka í daglegri rútínu og erli dagsins. Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum. Því enn er lögheimili barnsins hjá öðru foreldrinu, enn er það þannig að allur opinber stuðningur fer til annars foreldrisins, þó svo báðir foreldrar annist barnið jafnt. Auðvitað geta foreldrar samið um annað sín á milli en það ber ekki öllum gæfa til þess. Margir kjósa frekar að fara alfarið eftir lagabókstafnum. Undirrituð fagnar þingsályktunartillögu sem hefur fengið jákvæða umsögn úr velferðarnefnd alþingis um að þessu verði breytt. Annaðhvort með því að barn geti haft lögheimili hjá báðum foreldrum eða að smíðað verði nýtt lagahugtak um jafna búsetu. Aðalatriðið er að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í fyrirrúmi og jafnrétti ríki meðal þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf að huga að svo mörgu þegar foreldrar ákveða að skilja, ekki síst þegar þeim hefur hlotnast sú hamingja að eignast litlar mannverur, sem strá af örlæti sínu hlýjum geislum allt um kring. Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan horfði ég á sjónvarpsviðtal við ungan stoltan föður, sem hafði nýverið ættleitt barn ásamt eiginkonu sinni frá fjarlægri heimsálfu. Ég man sérstaklega eina setningu úr viðtalinu, en hún var eitthvað á þessa leið: „Það eru ólýsanleg forréttindi og hamingja að FÁ að ala upp barn“. Það er auðvitað alveg rétt og ekkert sjálfgefið að öllum hlotnist sú gæfa í lífinu. Á þessum tíma var þetta samt svolítið sérstakt að faðirinn kæmi fram fyrir alþjóð og segði frá þessari tilfinningu sinni af slíkri einlægni og sannfæringu. Á þessum tíma var algengast við skilnað foreldra að umgengni barns við það foreldri sem barnið hafði ekki lögheimili hjá væri stutt helgardvöl. Oft sáust helgarpabbarnir og börn þeirra á sundstöðum, McDonalds eða á rölti niður á tjörn með andabrauð. Nú er öldin sem betur fer önnur. Það er í dag nokkuð algengt að það foreldrið sem ekki er með lögheimili barns hjá sér vilji axla ábyrgð og vera meiri þátttakandi og uppalandi í lífi barns síns, ekki bara um helgar heldur líka í daglegri rútínu og erli dagsins. Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum. Því enn er lögheimili barnsins hjá öðru foreldrinu, enn er það þannig að allur opinber stuðningur fer til annars foreldrisins, þó svo báðir foreldrar annist barnið jafnt. Auðvitað geta foreldrar samið um annað sín á milli en það ber ekki öllum gæfa til þess. Margir kjósa frekar að fara alfarið eftir lagabókstafnum. Undirrituð fagnar þingsályktunartillögu sem hefur fengið jákvæða umsögn úr velferðarnefnd alþingis um að þessu verði breytt. Annaðhvort með því að barn geti haft lögheimili hjá báðum foreldrum eða að smíðað verði nýtt lagahugtak um jafna búsetu. Aðalatriðið er að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í fyrirrúmi og jafnrétti ríki meðal þeirra.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar