Innlent

Garðabær kaupir hús St. Jósefssystra

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nunnurnar farnar úr Holtsbúð 87 en húsið er enn í eigu klausturreglunnar.
Nunnurnar farnar úr Holtsbúð 87 en húsið er enn í eigu klausturreglunnar. Fréttablaðið/Vilhelm
Samþykkt hefur verið í bæjarráði Garðabæjar að kaupa húseign St. Jósefssystra að Holtsbúð 87.

Um er að ræða tæplega 2.300 fermetra byggingu sem skilgreind er sem hjúkrunarheimili.

Að því er fram kom í bæjarráði bauðst bænum að kaupa húsið á 200 milljónir króna sem greiðast eiga á tíu árum án vaxta en með verðtryggingu.

Viðskiptin ganga í gegn þegar núverandi húsaleigusamningur við hjúkrunar- og heimaþjónustufyrirtækið Sinnum ehf. rennur út í mars 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×