Innlent

Enn logar í Trésmiðjunni

Kristján Hjálmarsson skrifar
"Það er enn mikill eldur. Það eru dælubílar báðu megin. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að rjúfa þakið af trésmiðjunni og það er mikil reykur. Við sjáum enn eldglæringar," segir Þorsteinn Gíslason, íbúi á Akranesi. "Það eru margir slökkviliðsmennirnir að störfum. Vindáttan stendur á bæinn þannig að það liggur reykur yfir allt."

Að sögn Þorsteins virðist sem vélaskemma sem er í sama húsi og Trésmiðja Akraness hafa sloppið sæmilega.

Fjöldi fólks hefur drifið að og fylgist með brunanum. Slökkviliðið og lögregla fengið aðstoð frá björgunarsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×