Lífið

Búin að þyngjast um nokkur kíló

Leikkonan Jennifer Aniston blæs á fjölmargar kjaftasögur í viðtali við ástralska útvarpsþáttinn The Kyle and Jackie O Show. Leikkonan var að sjálfsögðu spurð að því hvort hún væri ólétt.

“Þessi spurning er orðin þreytt og líka getgáturnar. Er ekki hægt að bíða þar til við höfum eitthvað að tilkynna?” segir Jennifer.

Ekki ólétt.
Fjölmiðlar vestan hafs voru handvissir um að hún væri með barni eftir að hún klæddist níðþröngum kjól á frumsýningu myndinnar We’re the Millers en Jennifer segist aðeins hafa bætt á sig “nokkrum kílóum”. Þá segist hún ekki vera búin að giftast unnusta sínum Justin Theroux og gefur ekkert upp um hvenær stóri dagurinn verði.

Þreytt á kjaftasögunum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.