„Það eru allir búnir að fá nóg“ Boði Logason skrifar 20. september 2013 13:20 "Fólk er orðið óskaplega þreytt, það er kannski vandinn að við erum öll orðin svo þreytt að fólk nennir ekki að berjast,” segir Maríanna. mynd/365 Formaður félags íslenskra röntgenlækna segir að Landspítalinn þurfi að fara að hugsa sinn gang varðandi mönnun sérfræðilækna á spítalanum. Álag á sérfræðilæknum á myndgreiningardeild hefur aukist um fimmtíu prósent á síðustu fimm árum. Sex yfirlæknar á Landspítalanum skrifa grein í Fréttablaðið í dag um vandann sem myndgreiningardeild, eða röntgendeild, á við að etja. Maríanna Garðarsdóttir, sérfræðingur og formaður félags íslenskra röntgenlækna, segir að ástandið á myndgreiningardeildinni hafi lengi verið slæmt. Tækjabúnaður sé orðinn lélegur og deildin illa mönnuð. „Okkur hefur fækkað um nánast um þriðjung frá árinu 2008, á sama tíma hefur framleiðninin á deildinni, eða mælanlegur fjöldi rannsókna sem við sinnum og lesum úr, aukist um 50 prósent. Sem þýðir það að þeir sem eftir eru hlaupa hraðar,“ segir Maríanna.Ef þetta heldur svona áfram, hvað gerist? „Það er mjög góð spurning. Frá árinu 2008 hefur okkur á spítalanum verið talin trú um að þetta sé allt saman að fara að batna. Fyrstu fimm árin trúði maður því alveg en síðasta árið finnur fólk að þetta er komið gott. Það eru allir búnir að fá nóg. Núna stöndum við frammi fyrir því að sérfræðilæknar á deildinni eru orðnir það fáir að við getum ekki með góðu móti sinnt þeim verkefnum sem af okkur ætlast,” segir hún. Bendir hún að nauðsynlegt sé að halda í það fólk sem eftir er, enda sé Landspítalinn sé ekki samkeppnishæfur við sjúkrahús annars staðar í heiminum. „Aðrir leita í vinnu annað hér á landi, eða í fjarvinnu. Þannig það er stærsti vandinn. Landspítalinn þarf að fara hugsa sinn gang um mönnun sérfræðilækna almennt á spítalanum.“ Hún segir að hljóðið á læknum á deildinni sé ekki gott. „Fólk er orðið óskaplega þreytt, það er kannski vandinn að við erum öll orðin svo þreytt að fólk nennir ekki að berjast,” segir hún að lokum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Formaður félags íslenskra röntgenlækna segir að Landspítalinn þurfi að fara að hugsa sinn gang varðandi mönnun sérfræðilækna á spítalanum. Álag á sérfræðilæknum á myndgreiningardeild hefur aukist um fimmtíu prósent á síðustu fimm árum. Sex yfirlæknar á Landspítalanum skrifa grein í Fréttablaðið í dag um vandann sem myndgreiningardeild, eða röntgendeild, á við að etja. Maríanna Garðarsdóttir, sérfræðingur og formaður félags íslenskra röntgenlækna, segir að ástandið á myndgreiningardeildinni hafi lengi verið slæmt. Tækjabúnaður sé orðinn lélegur og deildin illa mönnuð. „Okkur hefur fækkað um nánast um þriðjung frá árinu 2008, á sama tíma hefur framleiðninin á deildinni, eða mælanlegur fjöldi rannsókna sem við sinnum og lesum úr, aukist um 50 prósent. Sem þýðir það að þeir sem eftir eru hlaupa hraðar,“ segir Maríanna.Ef þetta heldur svona áfram, hvað gerist? „Það er mjög góð spurning. Frá árinu 2008 hefur okkur á spítalanum verið talin trú um að þetta sé allt saman að fara að batna. Fyrstu fimm árin trúði maður því alveg en síðasta árið finnur fólk að þetta er komið gott. Það eru allir búnir að fá nóg. Núna stöndum við frammi fyrir því að sérfræðilæknar á deildinni eru orðnir það fáir að við getum ekki með góðu móti sinnt þeim verkefnum sem af okkur ætlast,” segir hún. Bendir hún að nauðsynlegt sé að halda í það fólk sem eftir er, enda sé Landspítalinn sé ekki samkeppnishæfur við sjúkrahús annars staðar í heiminum. „Aðrir leita í vinnu annað hér á landi, eða í fjarvinnu. Þannig það er stærsti vandinn. Landspítalinn þarf að fara hugsa sinn gang um mönnun sérfræðilækna almennt á spítalanum.“ Hún segir að hljóðið á læknum á deildinni sé ekki gott. „Fólk er orðið óskaplega þreytt, það er kannski vandinn að við erum öll orðin svo þreytt að fólk nennir ekki að berjast,” segir hún að lokum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira