Innlent

Tvöhundruðþúsund króna boð í Glaðasta hund í heimi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mislægu gatnamótin við Landspítalann hafa verið máluð í bleikum lit.
Mislægu gatnamótin við Landspítalann hafa verið máluð í bleikum lit. mynd/GVA
Átakið Bleika slaufan verður með nýstárlegum hætti í ár. Meðfram sölu á slaufunni verður vakin athygli á málstaðnum með bleiku uppboði á síðunni bleikaslaufan.is, þar sem hægt verður að bjóð í ýmsa skemmtilega hluti og viðburði.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Átakið hófst árið 2000 og hefur verið haldið á hverju ári síðan.

Í dag er hægt að bjóða að fá þá Friðrik Dór söngvara og Dr. Gunna til þess að koma og syngja Glaðasta hund í heimi. Hæsta tilboðið í það er sem stendur 200 þúsund krónur.

Á næstu dögum verður ýmislegt á uppboðinu, meðal annars að fá Hrefnu Sætran kokk til að koma og elda og listaverk eftir Tolla.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, var umferðarslaufan við Landspítalann máluð í bleikum lit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×