Innlent

Framleiðir ekki The Missionary

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Baltasar Kormákur leikstýrði prufuþætti fyrir HBO sjónvarpsstöðina
Baltasar Kormákur leikstýrði prufuþætti fyrir HBO sjónvarpsstöðina Mynd/Anton Brink
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO mun ekki sýna sjónvarpsþáttaröðina The Missionary en prufuþáttur (e. pilot) var gerður sem Baltasar Kormákur var fenginn til að leikstýra.

Þetta kemur fram á Deadline.com en Mark Wahlberg framleiddi prufuþáttinn og Benjamin Walker lék aðalhlutverkið.

The Missionary gerist í Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins og segir frá trúboða sem flækist inn í málefni bandarísku leyniþjónustunnar CIA

Baltasar og Wahlberg hafa unnið saman áður. Þeir gerðu myndirnar Contraband og 2 Guns sem var frumsýnd í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×